Skírnir - 01.09.1996, Page 153
SKÍRNIR
AMERÍKU-STEPHÁN
399
Sumar-málum Islands af,
Yfir skálum fullum. (4: 190)
í Andvökum afnemur Stephan framburðarstyttingar og band-
strik, en breytir jafnframt orðinu „teigar" í „teigjur“ (I: 297) til að
fá fullt samræmi í hljóðkerfi hringhendunnar. Við það verður
merking erindisins verulega óljós.
Síðasta erindið þarfnast engrar viðlíka lagfæringar til að stand-
ast kröfur háttarins, en heldur gæti vafist fyrir lesendum að finna
sagnorðið, „að bála“, sem Stephan virðist þýða úr ensku. Orða-
bók Menningarsjóðs segir sögnina merkja „að láta loga“ eða að
eitthvað „logi mikið“. Um leið og sögnin hefur verið fundin og
merking hennar er ljós þarf einungis að endurraða orðum til að
ná merkingu alls erindisins, en eins og títt er með kvæði Stephans
þá er það orðaröðin, engu síður en nýyrðin, sem gerir lestur
stirfinn: Yfir skálum fullum af sumar-málum Islands bála hnjúkar
heiðlofts gulli um stál-grátt höfuð-vaf. Merking orðsins „að bála“
er augljós ef það er lesið sem þýðing á ensku sögninni „to blaze“,
en algengt er að hún sé notuð til að lýsa logagullnum himni yfir
sléttunum í Kanada. Sú sýn verður einna tilkomumest þegar
hrikalegir „hnjúkar“ Klettafjallanna „bála gulli heiðlofts um stál-
grátt höfuðvaf“ sitt. í þýðingum sagðist Stephan forðast að þýða
„orðrétt" - kjósa heldur að orðfarið hljómaði „,eins og talað er‘“
(3: 98). Hann virðist hafa gert ráð fyrir að nýyrðið „teigjur“ væri
auðsætt tilbrigði við orðið „teigar", en í orðinu „að bála“ var
engin auðsæ hliðstæða fyrir hendi í íslenskri málnotkun til að
gefa til kynna að það bæri að lesa sem sögn, en ekki sem fleirtölu-
nafnorð eins og íslensk málhefð gerir helst ráð fyrir.16 Stephan
virðist hafa fellt þessa ágætu mynd úr kvæðinu sökum þess að
16 Orðabók Sigfúsar Blöndals tilgreinir einungis eitt fordæmi sem Stephan gæti
hafa haft fyrir sér úr íslensku. Þar er vísað í Númarímur Sigurðar Breiðfjörð,
frá árinu 1835, til skýringar á sögninni „að bála“ 1 merkingunni að „láta loga“:
„Númi bálar brúnaljós brúðar til að vonum'. Dæmi um notkun sagnarinnar
„að bála“ í merkingunni að „loga mikið“ er aftur á móti frá árinu 1908 og er
að auki íslenskun á dönsku sögninni „flamrne" sem kemur fyrir í þýðingu
Steingríms Thorsteinssonar á ævintýrinu „Svanirnir" eftir H. C. Andersen. Sjá
íslensk-dönsk orðabók I, 1. útg. Reykjavík 1920-1924 (Reykjavík: íslensk-
danskur orðabókarsjóður og Hið íslenska bókmennafélag, 1980) 58.