Skírnir - 01.09.1996, Page 154
400
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
SKÍRNIR
hann teldi sig sekan um þá „vesturheimsku" að þýða orðrétt úr
ensku.
I lokalínum kvæðisins „Fjallkonan, til hermannanna, sem
heim koma“ (1917) virðist Stephan þó hafa ætlað að þenja ís-
lenskt tungutak svo að hliðstætt orðafar í ensku skilaði sér sem
aukamerking. Kvæðið er svona í heild sinni:
Mér hrynja tár um kinnar, mér hrekkur ljóð af vör,
við heimkomuna ykkar úr slíkri mæðuför,
með skarð í hverjum skildi, með bróðurblóð á hjör.
Þann allra stærsta greiða - en vildarlaust mér vann,
sá vopnum fletti börn mín, og sátt er ég við hann!
Um gest minn síðan óhrædd er og hult um heimamann.
En vei sé þeim! og vei sé þeim, sem véla knérunn minn,
að vega blindra höndum í grannaflokkinn sinn,
eins hermilega og Höður, til óráðs auðsvikinn!
Minn frið til þeirra er féllu. Þú kyrrð og kös þá geym!
Og Kains-merki leyndu undir blóðstorkunni á þeim.
En að fá þá minni-menn sem heimtast aftur heim,
er hugarraun mér þyngst. (III: 173)
Þetta ávarp Fjallkonunnar var meðal þess sem Vestur-íslending-
um þótti nöturlegast í köldum kveðjum Stephans til hermannanna
í Vígslóða, og þarf engan að undra hastarleg viðbrögð þeirra. Sam-
kvæmt íslenskri málhefð klykkir Fjallkonan út með óvægnum
siðferðisdómi yfir þátttöku vestur-íslensku hermannanna í styrj-
öldinni. I greininni „Gáði seint að reiðast!“ ræðir Stephan m.a. af-
leiðingar stríðsins og segir: „úrhrökun og siðspilling [...] er, ef til
vill, torbættasta tjónið, en verður aldrei tölum talið“ (4: 358).
Aðalmerking orða Fjallkonunnar, að hermennirnir hafi komið
heim „minni-menn“, er að þeir hafi beðið siðferðilegt skipbrot.
En skýringar Stephans í „Gáði seint að reiðast!" á málbeitingu
sinni í þessu kvæði benda til að hann hafi einnig ætlast til að ís-
lenska orðasambandið fæli í sér blæbrigði þeirrar merkingar sem