Skírnir - 01.09.1996, Page 155
SKÍRNIR
AMERÍKU-STEPHÁN
401
hliðstætt orðasamband hefur á ensku. Stephan útskýrir að þarna
hafi hann ætlað að skila viðlíka hugsun og felst í setningunni
„,I’m less of a man now than before I went to the war‘“, en þetta
sagði maður „sem ekki þóttist koma jafnheill og hann fór“
(4: 357). Hann vísar að auki í dæmi um hliðstætt orðalag á ís-
lensku þegar aldraður Islendingur, sem hafði verið sterkur, en
fann sig afli þrotinn sagði: ,„Eg er minni maður nú, en þegar ég
var á röskvasta skeiði‘“ (4: 357). En enska orðtakið „less of a
man“ getur einnig skírskotað til manndómsmissis karlmanns.
Stephan hnykkir á þeirri merkingu þegar hann segir löndin tæp-
ast hafa „húsrúm fyrir alla sína höltu, blindu og vönuðu“ að lok-
inni styrjöldinni (4: 357). Með þessum merkingarauka Stephans
úr ensku má lesa úr lokalínum kvæðisins að styrjaldarþátttakan
hafi ekki einungis krafist mannslífa, heldur hafi þeir sem komust
af verið lítt færir til enduruppbyggingar að stríði loknu, annað-
hvort vegna skertrar vinnugetu eða skertrar kyngetu.
Stephan gerði enga breytingu á þessu orðasambandi fyrir
safnútgáfu Andvaka. Kvæðið birtist fyrst í Vígslóða árið 1920 og
þar eru orðin tengd með bandstriki, „minni-menn“, og þessi
óvenjulega framsetning er látin halda sér í báðum Andvöku-út-
gáfunum. Þetta litla frávik, að tengja orð sem eru jafnan ótengd,
er eina vísbendingin sem kvæðið sjálft gefur um frávik frá hefð-
bundinni merkingu um siðferðilegt skipbrot. Skýring Stephans
dregur athyglina að hliðstæðu í íslensku og ensku sem á að gefa
til kynna þann merkingarauka að hermennirnir séu líkamlega
„minni menn“ að lokinni þátttöku í stríðinu. Bein vísun í missi á
kynferðislegu atgervi, sem felst í enska orðtakinu „less of a man“,
er þó ekki líkleg til að skila sér, nema helst hjá lesendum sem er
ensk málhugsun jafn töm og íslensk.
í kvæðinu „Sláturtíðin“ (1916) nýtir Stephan tvítyngi sitt á
öllu markvissari hátt en hann gerir í ávarpi Fjallkonunnar; í
myndmálinu etur hann saman röddum ensks og íslensks veru-
leika. I fáeinum línum dregur Stephan upp hrottafengna mynd af
fyrri heimstyrjöldinni:
Evrópa er sláturhús, þar myrða þeir af móði
og mannabúka í spaðtunnurnar brytja í erg og gríð.