Skírnir - 01.09.1996, Síða 158
404
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
SKÍRNIR
þeirri grundvallarhugsjón sem Kristur boðaði - bróðurkærleik-
anum - og innsiglað svikin með Júdasarkossi og silfurpeningum.
I þjóðfélagslegum ádeilukvæðum (sjá t.d. „Jón hrak“) ásakaði
hann kirkjuna um valdspillingu og að ala á félagslegu misrétti, en
í stríðsádeilukvæðunum (sjá t.d. „Vopnahlé") um að skerast ekki í
leikinn heldur beinlínis að veita „styrjaldarvöldum“ blessun sína.
I orðum Fjallkonunnar felst ekki bein gagnrýni á kirkjuna;
þess í stað afbyggir orðræða hennar hefðbundin merkingartengsl
kristins hugarfars og tungutaks.17 Greina má bergmál kristilegs
boðskapar í áminningu Fjallkonunnar um bróðurkærleik og
bræðravíg. Hún mælir fram til að dæma lifendur og dauða og
kalla til saka þá sem „véla knérunn“ hennar - hermennina sem
vita ekki hvað þeir gjöra, og eru því jafn auðsviknir til óráðs og
múgurinn sem krossfesti Krist, og Höður þegar hann drap Bald-
ur. Táknmerking Fjallkonunnar er í fullri andstöðu við Kains-
merkið, tákn hins illa í frumeðli mannsins samkvæmt Gamla
testamentinu, en hliðstæð við táknmerkingu Krists. Stephan færir
þannig sannkristinn mannkærleik í framandi búning með því að
kvengera eiginleika sem hefur verið karlgerður í Kristi, en um
leið verður yfirbragð kærleikans nærtækara í búningi hinnar ást-
ríku en ströngu móður, hliðstætt við hlutverk Guðs, hins stranga
föður, í Gamla Testamentinu. Hlutverki kristinnar kirkju er iðu-
lega líkt við hlutverk móðurinnar sem tekur syndugt mannkyn í
sinn faðm og túlkar orð föðurins.
Fjallkonan er því margslungið tákn. Hún táknar allt í senn: ís-
lenska menningu, þá almennu mannelsku sem Kristur boðaði og
Baldur táknaði í norrænni trú,18 siðferðisdóm yfir samtíðinni
hliðstætt við þann dóm sem kristin kirkja boðar að bíði lifenda
og dauðra á hinsta degi, og þá móðurlegu siðvitund sem Stephan
17 Fjallkonan er holdgervingur þess bróðurkærleiks sem Stephan áréttaði í „Eloi
lamma Sabakhthani!“ (1899) að Kristur hefði boðað, en kristin kirkja svikið
(I: 434-39).
18 Stephan segir £ bréfi til Jóhannesar P. Pálssonar að hann telji að Baldur sé
„ekki Hvíti-Kristur, fenginn hjá Gyðingum, heldur eðlileg framþróun Ásatrú-
ar - nokkuð sem öll merkustu trúarbrögð, heimspeki og skáldskapur enda
loks á, gegnum alla kreddu-vafningana“ (3: 149). I ávarpi Fjallkonunnar virð-
ast Baldur og Kristur því hliðstæð tákn, sprottin upp hvort af sinni menning-
arrótinni.