Skírnir - 01.09.1996, Síða 160
406
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
SKÍRNIR
aðstandendum þeirra með hryllilega gróteskum myndum af stríði
og ásökunum um siðspillingu og svik beitir hann fortölum og
rökum, og gefur hugmyndafræðilegum átökum fullt svigrúm.
Háleitustu sjónarmið talsmanna stríðs koma fram sem mótvægi
við friðarsjónarmiðin sem Stephan leitast við að telja lesandann
inn á í kvæðinu. Fjarri fer að kvæðið sé alveg bitlaust, enda hratt
það af stað endanlegu uppgjöri í blöðum vestanhafs við skrif
Stephans um styrjöldina. I svörum hans kemur ljóslega fram að
jafnvel í kvæðum þar sem hann þýðir slagorð sem glumdu með
og á móti stríði vekur orðfærið sjálft ekki grun um að uppsprett-
an sé ensk af því það tekur ekki augljóst mið af enskunni.
Ljóðmælendur í „A rústum hruninna halla“ eru tveir. Aðal-
mælandi kvæðisins hittir vestur-íslenska æskuvinkonu sem tjáir
honum þann harm sem hún ber: hún missti mann sinn og eldri
son á vígvellinum í Evrópu, en yngri sonurinn var fangelsaður
fyrir landráð þegar hann skoraðist undan herkvaðningu og snýr
aftur illa farinn eftir slæma meðferð. Eins og Stephan bendir á í
grein sem birtist í Lögbergi og nefndist „Þakkargerð“, þar sem
hann svarar árásum á þetta kvæði, þá gerir hann þar skil fjórum
viðhorfum til hernaðaríhlutunar. Fyrstur fer:
Bóndi konunnar, sem fer til vígvallar vegna skyldunnar, því hann er her-
maður, en er því ófeginn, af því að hann veit, hvað stríð er í raun og veru.
Þar næst eldri sonurinn, hugsjónamaðurinn, sem trúir því með móður
sinni þá, „að nú sé sig að hreinsa heimur hjartablóði sínu með“, og legg-
ur því upp með ákafa til slíks góðverks. Þá er yngri sonurinn, ragmennið
að almenningsdómi, sem glatar fyrr ást móður sinnar og gengur í fangelsi
en að láta eggjast út í stríðið. Svo er konan sjálf. (4: 379)
Konan mælir í kvæðinu sem tákngervingur alþýðu þeirra landa
sem taka þátt í stríði. Stephan segir:
í byrjun er hún svo hugsjóna-hrifin af herópinu, sem alls staðar er æpt,
um „stríð til að fyrirbyggja framtíðar stríð“ - The war to end war -, og
um heim, sem verði hetjum-hæfur dvalarstaður - A world fit for heroes
to live in - að því loknu, að hún næstum leggur fæð á þann soninn, sem
var augasteinninn hennar áður, af því hann brást von hennar um að
leggja sig líka fram. (4: 379)