Skírnir - 01.09.1996, Page 161
SKÍRNIR
AMERÍKU-STEPHÁN
407
Stephan bendir á að stríð leysi engan vanda eða ágreining, heldur
megi líkja því við dýrkeypta sjónhverfingu, og segir um móður-
ina í kvæðinu: ,„Við stöndum nú andspænis vaxandi óánægju
vitkaðrar alþýðu' - We face the growing discontent of a
disillusioned people - er haft eftir Buckmaster lávarði. Hún er
komin í þeirra hóp“ (4: 379).
Obeint er móðirin þátttakandi í stríðinu, en jafnframt þolandi
þess, og í raun réttri vígvöllur mismunandi viðhorfa. Sem átaka-
miðja kvæðisins miðlar hún helstu rökunum sem færð eru með
og á móti stríði, en jafnframt höfðar hún til lesandans með til-
finningalegum fortölum. Henni fannst eldri sonurinn „vonum“
sínum „vaxinn" (III: 205) þegar hann „með fögnuð fór í stríðið“
til að „hreinsa“ heiminn með „hjartablóði sínu“ (III: 204). En að
stríði loknu tekur hún gild rök yngri sonar síns sem vildi heldur
þola fangelsun og útskúfun en að svíkja „ið dýrsta“ í móðurinni
með manndrápum sem geri saklausar konur að ekkjum og valdi
þeim sonarmissi (III: 206). Af þessum sökum finnst henni sonar-
og mannsmissirinn „skuld“ (III: 205) sem skrifa megi á sinn
reikning, engu síður en heimsins, og að þeir hafi „eytt“ sér „til
einkis“ fyrir „logið, ranglátt, tapað mál“ (III: 207). Hugarraun
hennar léttir ekki fyrr en hún horfir til framtíðar þar sem
„þrekið“ þeirra sem féllu skilar sér sem „þjónn í ríki sannleikans“
og verður komandi kynslóðum víti til varnaðar (III: 207). Hér
vinnur Stephan til fullnustu úr hugmyndinni sem átti að skila sér
sem aukamerking í orðasambandinu „minni-menn“ í orðræðu
Fjallkonunnar: að stríð sé svik við framtíðina.
I „Á rústum hruninna halla“ segist yngri sonurinn hafa „sigr-
að“ í stríðinu (III: 206), en eins og Stephan bendir sjálfur á, þá
eftirlætur hann lesandanum að leggja endanlegt mat á sannleiks-
gildi þeirra sjónarmiða sem kvæðið teflir fram. Lesandanum er
ljóst að á meðan yngri syninum er útskúfað fyrir að hafa brugðist
þegnskyldu sinni er tilkall hans til sigurs ótímabært, þrátt fyrir að
móðir hans hafi tekið hann í sátt og gert lífsýn hans að sinni.
Stephan leggur áherslu á að konan hafi „lifað af ,stríðið fyrir
framtíðarfriðinn'", en jafnframt „misst þar mann sinn og soninn,
sem í stríðið fór“ (4: 379). Hann bætir við: „Enn drottnar ófriður,