Skírnir - 01.09.1996, Síða 163
SKÍRNIR
AMERÍKU-STEPHÁN
409
flytur, voru áður út komin, nokkur í Lögbergi sjálfu" (4: 347).22
Stephan telur sig ekki hafa veist að einstökum löndum sem tóku
þátt í stríðinu, heldur að þeim hagsmunaöflum og valdastofnun-
um sem knýi þjóðir í hernað. Avirðingunum um guðlast og Þjóð-
verja-hollustu svarar Stephan á sama hátt og ásökunum um land-
ráð, með því að bregða á orðaleik. Hann segir: „Hefir blaðið týnt
,kristindóminum‘ í því að þjóðverjast?“ (4: 353). Setningin segir
margt í senn. Á hnitmiðaðan hátt undirstrikar hún þá skoðun að
hverskyns málsbætur fyrir stríði sýni hæpinn kristindóm og dóm-
greindar missi, en jafnframt hafnar hún þeim rökum að kanadísku
þjóð-inni hafi borið skylda til að taka þátt í að verjast.
Þær styrjaldir sem fylgt hafa í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar
- stríðsins sem átti að tryggja framtíðarfrið - hafa sýnt fram á
sannleiksgildi þess viðhorfs Stephans að það væri einber rökleysa
að ætla að styrjöld væri hentug til að ná friði. Ljóst er að hann
taldi að ef berjast ætti tilfriðar yrði sú orusta að vera háð í vitund
sérhvers manns en ekki á vígvelli: framtíðarfrið væri aðeins hægt
að tryggja með varanlegri hugarfarsbreytingu. Sjálfur leitaðist
Stephan við að útkljá deilumál og vinna eigin lífssýn fylgi á rit-
vellinum: með afbökun, tilfinningalegum fortölum, vitsmunaleg-
um rökum - endurskoðun og endurtúlkun.23 Þannig var „stríðið“
um styrjaldarkvæði Stephans háð; í stað þess að hann væri kallað-
ur fyrir rétt, ásakaður um landráð af samlöndum sínum í Kanada,
var deilan leidd til lykta á ritvellinum.24
22 Stephan segir þrettán kvæði hafa komið út í íslenskum og vestur-íslenskum
tímaritum á stríðsárunum, en þar af hafi sex birst í Lögbergi (4: 347). „Fjall-
konan, til hermannanna, sem heim koma“ og „Sláturtíðin" birtust fyrst á
prenti í Vígslóða 1920.
23 Eins og Haraldur Bessason kemst að orði í „Af blöðum Stephans G. Steph-
anssonar“, „var Stephani ekki lagið að slaka á við mótgangsmenn sína“ (23).
Sjá nánar Tímarit Þjóðrxknisfélags Islendinga 48 (1967): 9-23. Athugasemd
Haralds um „Kolbeinslag" í „Where the Limitation of Language and
Geography Cease to Exist“ á vel við um Stephan, en Haraldur segir Kolbein
hafa betur í rimmunni við Kölska af því hann slái andstæðinginn út af laginu
með skæðasta vopninu í vopnabúri íslenskunnar, sem sé skálda-sverðið (74).
24 Seinna játaði Stephan reyndar að hann hefði hugsanlega verið of fljótur á sér
að birta stríðsljóðin. Samt fór hann með nokkurri gát, því eins og kemur fram
í örstuttum aðfaraorðum Guðmundar Finnbogasonar að útgáfu Vígslóða þá
skildi hann handritið eftir hjá Guðmundi þegar hann var á ferð á Islandi árið