Skírnir - 01.09.1996, Side 164
410
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
SKÍRNIR
Af-bökun ótemjunnar
Daisy Neijmann greinir frá því í nýlegri grein hvernig Vestur-Is-
lendingum í Kanada tókst að viðhalda íslensku máli og menning-
ararfi um leið og þeir löguðu sig að bresk-kanadískri menningu.25
Tryggðin við íslenska upprunann hlaut að valda innri togstreitu
hjá innflytjendum sem höfðu einsett sér að ávinna sér framtíðar-
sess og öðlast betra líf á nýju menningarsvæði. Eins og Guð-
mundur Friðjónsson benti á var Stephan „vitsmunaskáld". I
kvæði sín batt hann reynslu innflytjandans, en leitaðist jafnframt
við að skilja og túlka á rökrænan hátt tilfinningalegu og menning-
arlegu átökin sem henni fylgdu. Umbrotin í málbeitingu og efnis-
tökum Stephans endurspegla þau átök.
Kveðskapur Stephans skilgreindi þær forsendur sem gerðu
honum kleift að samþætta tvo menningarheima farsællega. „Ut-
laginn“ lýsir rótleysi innflytjandans me ð trega, en í seinni kvæð-
um, greina- og bréfaskrifum Stephans má sjá hvernig hann vinnur
sig út úr togstreitunni og færir sér í hag þá gagnrýnu yfirsýn sem
næst frá mörkum tveggja mál- og menningarhefða. Lausn Steph-
ans fólst ekki í einhverskonar málfarslegri eða menningarlegri
samsuðu, heldur leitaði hann annarsvegar uppi það sem var sam-
eiginlegt, en hinsvegar lagði hann áherslu á það sem einkenndi og
aðgreindi. Stephan leiddi íslenska og bresk-kanadíska menningu
1917 og bað um að það yrði ekki gefið út fyrr en að loknu stríði. Guðmundur
segir að Stephan muni „hafa gert ráð fyrir, að menn læsu [kvæðin] með betri
skilningi þegar upp stytti" (Reykjavík: Bókaverslun Ársæls Árnasonar, 1920).
í bréfi til séra Rögnvalds Péturssonar, árið 1924, segir Stephan að Vígslóði hafi
,„komið ögn of snemma út, áður en fleiri hefðu áttað sig á afleiðingum stríðs-
ins‘“ (3: 160). Reyndar var tilefni játningarinnar það að Stephani fannst dr.
Ágúst H. Bjarnason hafa misskilið sig illilega, en Ágúst hafði skilið orð Steph-
ans sem vitnað er til á þann hátt að Stephan „iðraði ,Vígslóða‘“. Því vildi
Stephan ekki sæta, og sagði: „Nei, ég var ekki gerður til ,iðrunar og aftur-
hvarfs', en Ág. hefði verið illa launað af mér, hefði ég mótmælt þessu opinber-
lega, eins og á stóð“ (3: 160).
25 Sjá „Islenska röddin í kanadískum bókmenntum“, þýð. Rúnar Helgi Vignis-
son, Skírnir 170 (1996): 145-71. Daisy fjallar um framþróun íslenskrar skáld-
skaparhefðar og samþættingu við kanadískar hefðir í enn víðara samhengi í
The Icelandic Voice in Canadian Letters, doktorsritgerð, Vrije Universiteit
Amsterdam, 1994.