Skírnir - 01.09.1996, Page 165
SKÍRNIR
AMERÍKU-STEPHÁN
411
að sameiginlegum mál- og menningarrótum og sameiginlegum
hvötum til ills og góðs í mannlegu eðli; hann lagði ríka áherslu á
að yfirþjóðleg samábyrgð alls mannkyns krefðist árvökullar bar-
áttu fyrir réttlæti, mannkærleik og friði. Þegar hann deildi sem
harðast á bresk-kanadísk meirihlutasjónarmið í styrjaldarkvæð-
um sínum, með því að setja íslensk menningargildi og sögu þeim
til höfuðs, var það einmitt sökum þess að hann taldi sameiginleg-
um hagsmunum vestur-íslenskra og breskra Kanadamanna ógn-
að: framtíðaruppbyggingu landsins.
Stephan átti á brattann að sækja hjá tveimur lesendahópum, á
Islandi og í Kanada, með ólík málefni, og þandi tjáningarform sitt
til hins ítrasta svo það næði áheyrn hvors um sig. En óhætt er að
fullyrða að menningarleg tvíröddun í verkum Stephans hafi
einnig veitt honum rýmra tjáningarfrelsi. I „Utlegðinni“ og
„Astavísum til Islands" höfðar Stephan til væntinga íslenskra les-
enda í kvæðatitlum sem virðast staðfesta að vesturfarar lifi við
sorg og sút í útlegð frá Islandi, en þrátt fyrir að kvæðin leggi
áherslu á órofa ræktarbönd við Island gefa þau fyrst og fremst til
kynna þrá eftir samastað í kanadísku menningarsamfélagi og
uppfyllingu hennar. Ef íslenskir lesendur skelltu skollaeyrum við
inntaki þessara kvæða Stephans og annarra um ást hans og vænt-
ingar til nýrra heimkynna náðu þau að fullu til Vestur-Islendinga.
Þegar kom að útgáfu Vígslóða, aftur á móti, leitaði Stephan til Is-
lendinga og fékk hljómgrunn. En þó svo Stephan hafi nýtt sér
tengsl sín á Islandi til að koma eldfimum kvæðum eins og „Slát-
urtíðinni“ og „Fjallkonan, til hermannanna, sem heim koma“ á
prent, tók hann strembnasta kostinn í efnistökum og biðlaði jafn-
an til þess hópsins sem síst vildi ljá honum eyra.
Með skrifum sínum sýndi Stephan að ekki þyrfti að hafna ís-
lenskum mál- og menningarhefðum vestanhafs á grundvelli þess
að þær hrykkju ekki til að túlka nýjan reynsluheim.26 Hugsanlegt
26 Stephan reyndist sannspár í kvæðinu „Afi og amma“ þar sem hann gerði ráð
fyrir að eftirsjá kæmi upp þegar íslenskan hefði að fullu hopað fyrir ensku. I
kvæðinu stendur ljóðmælandi við „heillar aldar“ (II: 523) gamlan grafreit þar
sem afi og amma hvíla og minnist hvernig þau „Hjöluðu mjúkt af mildi / mál,
sem ég ei skildi, / þjóðmál þýðra kvæða, / þeirra, er við drottin ræða“ (II:
525). Stephan skýrir í bréfi: íyAmma og afi eru runnin frá þeim grun mínum,