Skírnir - 01.09.1996, Page 167
GIACOMO LEOPARDI
Saga mannkyns
sagt er að allir menn sem byggðu jörðina í öndverðu hafi alls
staðar verið skapaðir í sömu andrá og allir sem börn, og nærðir af
býflugum, geitum og dúfum með sama hætti og skáldin segja frá
uppvexti Júpiters. Og að jörðin hafi verið miklu minni en hún er
nú, næstum öll lönd flöt, himinninn án stjarna, hafið enn ekki
verið skapað og að veröldina hafi einkennt miklu minni fjöl-
breytni og glæsileiki en nú. Engu að síður virtu og veltu
mennirnir fyrir sér himni og jörð af óseðjandi áhuga, er þeim
vöktu yfirgengilega undrun og sem þeir héldu bæði stórfenglega
fögur og vera ekki einungis víðfeðm, heldur óendanleg jafnt að
stærð sem tign og yndisleika. Þar sem þeir voru auk þessa fullir
bjartra vona og kættust ógurlega við hverja kennd lífsins, uxu
þeir upp í mikilli ánægju og héldu sig nánast hamingjusama.
Eftir að þeir höfðu eytt barnæskunni og fyrstu unglingsárun-
um svo ljúflega og náðu meiri þroska tóku þeir þó að finna til
ýmissa breytinga. Þar sem vonir þeirra, sem þeir höfðu fram að
þessu vakið með sér að nýju dag frá degi, voru enn ekki orðnar
að veruleika virtist þeim sem þær verðskulduðu lítið traust; og
heldur virtist þeim ólíklegt að þeir myndu geta unað einungis við
þau gæði er þeir nutu á þessari stundu án þess að geta treyst á að
þau myndu fara enn batnandi, einkum af þeirri ástæðu að ásýnd
náttúrufyrirbæranna og hluta daglegrar tilveru fyllti þá ekki svo
mikilli kæti og vellíðan sem í upphafi, hvort sem þar var vana um
að kenna eða því að þeir voru sjálfir ekki svo líflegir í lund sem
áður. Þeir tóku að sækja fjarlæga staði jarðarinnar heim, enda
gátu þeir það fyrirhafnarlítið þar sem allt yfirborð hennar var
slétt og hvorki slitið sundur af höfum né erfitt yfirferðar af völd-
um annarra hindrana; og að ekki mörgum árum liðnum varð
meirihluta þeirra ljóst að enda þótt jörðin væri stór, væru útmörk
hennar föst og ekki svo víð að þau væru ónálganleg og að allir
staðir jarðarinnar og allir menn, að undanskildum smávægilegum
Skírnir, 170. ár (haust 1996)