Skírnir - 01.09.1996, Side 168
414
GIACOMO LEOPARDI
SKlRNIR
mismun, væru að upplagi eins. Þetta leiddi til þess að óánægja
þeirra óx svo mjög að æska þeirra var ekki enn á enda runnin er
þeir voru almennt fylltir ógleði yfir eigin tilveru. Og smám saman
er skeiði fullþroska var náð og enn meira á hinum hnignandi
árum snerist fullseddan í hatur, en suma greip jafnvel slík örvænt-
ing að þeir þoldu ekki lengur ljós og loft, sem þeir áður fyrr
höfðu unnað svo mjög, og sjálfviljugir, með einum eða öðrum
hætti, sviptu þeir sig aðgangi að þeim.
Þetta þótti guðunum hræðilegt, að lifandi verur skyldu taka
dauðann fram yfir lífið, og að lífið sjálft, án þess að ósveigjanleg
nauðsyn eða önnur utanaðkomandi áhrif ættu hlut að máli, væri
sumum skjólstæðingum þess tæki til eigin tortímingar. Því verður
sömuleiðis vart lýst hversu furðu lostnir þeir voru yfir því að
gjafir þeirra skyldu vera álitnar svo verðlitlar og fyrirlitlegar að
reynt var með hvers kyns hætti að kasta þeim frá sér og hafna,
þar eð þeir töldu sig hafa útbúið heiminn slíkri dýrð og fegurð,
og þannig skipulagi og aðstæðum, að bústaður þessi hefði ekki
einungis átt að vera umborinn, heldur einfaldlega elskaður af
hverju einasta dýri og þá einkum og sérstaklega af manninum, en
þá tegund höfðu þeir hannað af stakri natni og undraverðu ágæti.
Um leið og guðirnir vorkenndu mönnunum sárlega vegna þeirrar
miklu eymdar sem opinberaðist í gjörðum þeirra, óttuðust þeir
þó enn fremur að þessum dapurlegu tilfellum færi enn fjölgandi
og ætt manna eyddist með öllu, en það bryti í bága við ákvarðanir
örlaganna og auk þess færi veröldin þá á mis við þá fullkomnun
er tegund okkar ljáði henni og guðirnir við þá virðingu er þeir
nutu í mannheimi.
Þar af leiðandi tók Júpiter ákvörðun um að bæta ástand
mannsins, því svo virtist óhjákvæmilegt, og að leiða hann með
öllum mögulegum ráðum í átt til hamingjunnar. Hann heyrði að
mennirnir kvörtuðu aðallega yfir því að veröldin væri ekki ómæl-
anleg að stærð, né óendanleg að fegurð, fullkomnun og fjöl-
breytni einsog þeir höfðu áður talið, heldur þvert á móti örsmá,
ófullkomin og alls staðar nánast eins; og að þeir kveinkuðu sér
ekki aðeins á hinum efri árum, heldur einnig hinum ákjósanleg-
ustu og í sjálfu ungdæminu, og grátbáðu af þrá eftir ljúfleika