Skírnir - 01.09.1996, Page 169
SKÍRNIR
SAGA MANNKYNS
415
fyrstu áranna að vera sendir til baka í bernskuna og fá að eyða þar
öllu lífinu. Þessa ósk þeirra gat Júpiter ekki uppfyllt, enda stang-
aðist hún á við almenn lögmál náttúrunnar og þær skyldur og það
notagildi sem mennirnir áttu, samkvæmt guðlegri ætlun og til-
skipunum, að rækja og uppfylla. Né heldur var honum auðið að
veita dauðlegum sköpunarverkum sínum hlutdeild í eigin óend-
anleik, né að ljá efninu óendanleika, né að gera fullkomnun og
hamingju veraldar og manna óendanleg.
Hann sá hins vegar að ráði að víkka út mörk sköpunarverks-
ins og skrýða það sem allra mest. Og eftir að hafa tekið þetta ráð,
stækkaði hann jörðina allt í kring og hellti yfir hana hafinu sem
með því að setjast á milli byggðra svæða og rjúfa vegi gerði
ásjónu veraldarinnar margbreytilegri og kom í veg fyrir að menn
gætu kannað útmörk hennar án mikillar fyrirhafnar, en þar að
auki gaf það auganu lifandi viðlíkingu ómælanleikans. A þessum
tíma flæddi hið nýja haf yfir landið Atlantis, og raunar líka yfir
óteljandi önnur víðáttumikil héröð, enda þótt aðeins sérstök
minning þess hafi lifað öldum saman. Hann lækkaði suma staði,
hækkaði aðra og reisti þannig fjöllin og hæðirnar, tvístraði nótt-
inni með stjörnum, gerði eðli andrúmsloftsins fínna og hreinna,
jók á birtu og ljós dagsins, styrkti og blandaði saman litum him-
ins og sveita með fjölbreyttari hætti en áður, ruglaði kynslóðum
mannanna svo að sumir lifðu elliár sín í sömu mund og aðrir nutu
ungdæmis og bernsku; og loks fjölfaldaði hann yfirbragð þess
óendanleika sem mennirnir þráðu helst af öllu (þar sem ekki tókst
að friða huga þeirra með hinu hlutbundna) og hugðist þannig
örva og næra ímyndunarafl þeirra, sem honum hafði skilist að
væri helsta uppspretta þeirrar miklu sælu er einkenndi bernsku-
skeið manna. Á meðal þeirra hugmynda sem hann hrinti í fram-
kvæmd í þessum tilgangi (en hafið hafði verið ein þeirra) skapaði
hann bergmálið sem hann faldi í dölum og hellum, og færði skóg-
unum bældan og djúpan niðinn sem valda breiðar bylgjuhræring-
ar trjátindanna. Með líkum hætti skapaði hann aragrúa drauma
sem hann fól á hendur að blekkja mannsandann með margvísleg-
um myndum sínum og gera honum fyllingu annars óhugsanlegr-
ar hamingjunnar óljóst í hugarlund án þess að hann eygði leið til