Skírnir - 01.09.1996, Page 171
SKÍRNIR
SAGA MANNKYNS
417
getnaðinum, tóku þau grjót úr fjöllunum, einsog guðirnir höfðu
bent þeim á að gera, vörpuðu því handan við sig og endurreistu
þar með mannstegundina. En liðnir atburðir höfðu gert Júpiter
einstakt eðli manna ljóst, að þeim nægði ekki, einsog öðrum dýr-
um, að lifa og vera lausir undan líkamlegum þjáningum og óþæg-
indum, heldur girntust ávallt og í öllum aðstæðum hið ómögu-
lega, og að því minna sem aðrar þrautir þjökuðu þá þeim mun
frekar kvöldu þeir sjálfa sig með þessari þrá. Hann ákvað því að
beita öðrum aðferðum til að viðhalda þessari eymdarlegu tegund
en þær voru í meginatriðum tvær: Sú fyrri að blanda saman við
lífið raunverulegu böli; hin síðari að flækja það í þúsundir kvaða
og lýjandi starfa í því skyni að hafa ofan af fyrir mönnunum og
bægja þeim eins langt og unnt væri frá umgengni við eigið geð,
eða í það minnsta frá þránni eftir þessari óþekktu og hégómlegu
hamingju þeirra.
Hann dreifði því í fyrsta skipti á meðal þeirra fjölda margvís-
legra sjúkdóma og óteljandi tegundum annars konar óhappa.
Með því að gera aðstæður og gæfu dauðlegs lífs svo fjölbreytt
vakti að hluta til fyrir honum að sneiða hjá lífsleiðanum og auka
með andúðinni á bölinu á gildi gæðanna; að hluta til að láta skort
á nautnum virðast sálum er lifað hefðu verri raunir margfalt þol-
anlegri en á nokkrum hinna liðnu tíma; einnig að lýja og temja
villidýrseðli manna, venja þá á að beygja sig undir og hlýða nauð-
syninni, þröngva þeim til að geta sætt sig auðveldar við eigið
hlutskipti og loks að bæla ástríðu og ákafa þrárinnar í sálum sem
voru orðnar veikburða jafnt vegna líkamlegrar vanheilsu sem af
völdum eigin þjáninga. Auk alls þessa sá hann fyrir að mennirnir,
sem sjúkdómar og alls kyns hörmungar myndu nú þjaka, yrðu
síður reiðubúnir til að leggja hendur á sjálfa sig en áður, þar sem
þjáningarnar gerðu þá raga og auma. Með því að gefa voninni um
bætt ástand svigrúm binda þjáningarnar svo sálirnar enn fastar
við lífið, því hinir óhamingjusömu eru þess handvissir að þeir
yrðu yfir sig hamingjusamir ef þeir losnuðu undan böli sínu og
það tilheyrir manneðlinu að gefa aldrei upp þá von að það muni
takast með einum eða öðrum hætti.
Að svo búnu skapaði hann fárviðrin, vindana og regnskýin,
vopnaði sjálfan sig þrumum og eldingum, færði Neptúnusi