Skírnir - 01.09.1996, Síða 172
418
GIACOMO LEOPARDI
SKÍRNIR
þríforkinn, knúði halastjörnurnar í hringrás sína og setti reglu á
komu myrkursins. Með þessum fyrirbærum og öðrum táknum
og ógnvekjandi brellum var ætlun hans að hræða hina dauðlegu á
stundum, í þeirri vissu að ótti og reynsla af bráðum háska sættu
þá að nýju við lífið, að minnsta kosti um stundarsakir, og ekki
aðeins hina hamingjusnauðu, heldur meira að segja þá sem fyrir-
litu lífið sem allra mest og væru þar með líklegastir til að flýja
það.
Og til að koma í veg fyrir fyrra iðjuleysi kveikti hann í mann-
kyninu þörf á og löngun í nýjar fæðutegundir og nýja drykki sem
þeir gátu ekki aflað sér án verulega mikillar fyrirhafnar, á meðan
mönnunum nægði fram að syndaflóði að slökkva þorstann með
vatni einu og neyta þeirra jurta og ávaxta sem jörðin og trén
skömmtuðu þeim jöfnum höndum sem og annarra auvirðilegra
fæðutegunda sem auðvelt er að afla sér, já einsog þær sem sumar
þjóðir, einkum þær er byggja Kaliforníu, nærast á enn þann dag í
dag. Hinum mismunandi svæðum úthlutaði hann ólíku tíðarfari,
sömuleiðis tímabilum ársins, sem fram að þessu hafði ávallt og
um allan heim verið svo þýtt og notalegt, að mennirnir höfðu
engin not haft af klæðnaði. Hér eftir neyddust þeir hins vegar til
að verða sér úti um fatnað og að verjast hörku og hamskiptum
himinsins með öllum mögulegum ráðum.
Hann skipaði Merkúri að leggja grunninn að fyrstu borgun-
um og greina menn niður í mismunandi þjóðir, þjóðarbrot og
tungur og koma þannig upp ríg og misklíð á meðal þeirra, og fól
honum einnig á hendur að koma þeim í kynni við sönglistina og
aðrar listgreinar er samkvæmt eðli sínu og uppruna voru og eru
enn kallaðar guðlegar. Sjálfur setti hann hinum nýju þjóðum lög,
ákvarðaði tilhögun ríkjanna og borgaralegar reglugerðir og þar eð
hann fýsti loks að auka enn á gæfu þeirra með einstakri gjöf,
sendi hann þeim nokkra stórfenglega og yfirnáttúrulega útlítandi
hugarburði sem hann veitti nánast ótakmörkuð yfirráð og vald
yfir mönnum. Þessir hugarburðir voru kallaðir Réttlæti, Dygð,
Vegsemd, Ættjarðarást og öðrum þvílíkum nöfnum. Einn þeirra
var með sama hætti nefndur Ast og kom hann svo sem allir hinir
til jarðar í fyrsta skipti á þessum tíma. Því áður en fatnaður var
tekinn í notkun var það ekki ást heldur hvatvísi græðginnar, sem