Skírnir - 01.09.1996, Page 173
SKÍRNIR
SAGA MANNKYNS
419
þá hýsti mennina á ekki ólíkan hátt og skepnur á öllum tímum, er
laðaði annað kynið að hinu, allt einsog hver og einn laðast að mat
og öðrum slíkum hlutum sem hann elskar ekki í raun og veru,
heldur aðeins ágirnist.
Skemmst er frá að segja að þessar guðlegu ráðstafanir báru
stórkostlegan ávöxt fyrir líf dauðlegra og að nýjar aðstæður
manna, þrátt fyrir strit, ógnir og kvalir, sem áður höfðu verið teg-
und okkar með öllu óþekktir hlutir, tóku langt fram þægindum
og ljúfleikstilveru þeirra sem uppi höfðu verið fyrir syndaflóð.
Og þetta var að miklu leyti hinum undursamlegu tálsýnum að
þakka sem mennirnir héldu stundum vera anda, stundum guði,
og sem þeir fylgdu og hylltu með ómetanlegum eldmóði og gíf-
urlegri, undraverðri elju um óralanga hríð. Undir þetta kyntu svo
skáldin og göfugir listamenn með söngvum sínum með svo óend-
anlegum krafti að feikilegur fjöldi dauðlegra hikaði ekki við að
tileinka og fórna einum eða öðrum þessara hugarburða blóði sínu
og sjálfu lífinu. Þetta féll Júpiter ekki illa í geð, heldur var hann
þvert á móti yfir sig ánægður, meðal annars af þeirri ástæðu að
hann taldi að þeim mun síður hlytu mennirnir að hneigjast til að
varpa sjálfviljugir frá sér lífinu því reiðubúnari sem þeir væru til
að fórna því fyrir fagra og dýrlega málstaði. Þetta ágæta fyrir-
komulag tók hinum fyrri líka langt fram hvað endingu varðar, því
þótt því hafði augljóslega hrakað mörgum öldum síðar, voru
áhrif þess slík á tímum hnignunar og falls að fram að þeim tíma
sem gekk í garð fyrir ekki löngu síðan hélst líf manna, sem fyrir
náð þessa fyrirkomulags hafði eitt sinn og þá sér í lagi á ákveðnu
tímaskeiði verið nánast ánægjulegt, enn þokkalega átakalítið og
með bærilegra móti.
Það sem orsakaði og leiddi til þess að mennirnir breyttust
voru hinar fjölmörgu hugvitsamlegu uppfinningar þeirra sem
gerðu þeim kleift að útvega sér nauðsynjar sínar fyrirhafnarlítið
og með skjótum hætti; ótæpilegur og vaxandi munurinn á að-
stæðum og skyldum þeim er Júpiter innleiddi á meðal manna er
hann setti á stofn og ákvarðaði tilhögun fyrstu ríkjanna; iðjuleys-
ið og fordildin sem af þessum sökum tók að ríkja yfir lífinu að
nýju eftir langa útlegð; auk þess sem liggur ekki aðeins í eðli hlut-
anna sjálfra, heldur einnig í verðmætamati mannanna á þeim, að