Skírnir - 01.09.1996, Page 174
420
GIACOMO LEOPARDI
SKlRNIR
sú aðdáun er fjölbreytni þeirra hafði áður vakið dvínaði verulega,
svo sem ávallt gerist með löngum vana; og loks aðrir enn alvar-
legri hlutir sem svo margir hafa lýst og greint frá að ekki er þörf á
að telja upp hér. I það minnsta er víst að heimsógleðin er kvaldi
mennina fyrir syndaflóð vaknaði í þeim að nýju og um leið end-
urnýjaðist bitur þráin eftir þessari hamingju sem er eðli alheims-
ins svo óþekkt og framandi.
Orsök þess að gæfa þeirra umturnaðist algerlega og að því
skeiði lauk er við vanalega nefnum fornöld var hins vegar önnur
en þær sem taldar hafa verið upp. Og sú var eftirfarandi: Á meðal
tálsýnanna, sem mannkyn fornaldar hafði í svo miklum hávegum,
var að finna eina sem á tungu þess tíma var kölluð Viska. Þessi
tálsýn, sem almennt var dýrkuð allt einsog allir félagar hennar og
raunar fylgdu henni margir sérstaklega eftir, hafði jafnframt átt
þátt í að stuðla að velmegun fyrri alda. Oftar en einu sinni og
raunar daglega hafði hún lofað áhangendum sínum og svarið þess
dýran eið að hún myndi sýna þeim Sannleikann sem hún kvað
vera geigvænlegan anda og raunverulegan drottnara hennar sjálfr-
ar sem aldrei hefði stigið niður til jarðar heldur ætti sæti með
guðunum á himni. Hún lofaði nú að fyrir tilstilli þess álits og
þeirrar hylli sem hún nyti þar á bæ myndi hún fá hann til að
hverfa frá íverustað sínum og reika um í nokkurn tíma á meðal
manna, en með kynnum og umgengni við hann ætti mannkyni
ekki aðeins að auðnast að dýpka þekkingu sína og þróa samfé-
lagstilhögun og siði, heldur sömuleiðis að auka svo mjög á lífs-
hamingju sína að nánast sambærilegt yrði við hið guðlega.
Hvernig átti þó eintóm skuggamynd og tómur hugarburður að
geta haldið loforð sitt, hvað þá að leiða Sannleikann til jarðar?
Enda eftir að hafa trúað og treyst þessum loforðum um alllanga
hríð gerðu mennirnir sér loks grein fyrir fásinnu þeirra. Þar sem
þá hins vegar hungraði á sama tíma eftir nýjungum, einkum og
sér í lagi af völdum þess iðjuleysis er þeir lifðu við, og voru knúð-
ir bæði af þeim metnaði að geta líkt sér við guðina sem og þrá eft-
ir þeirri sælu sem þeir álitu samkvæmt orðum hugarburðarins að
myndi fylgja í kjölfar samverunnar við Sannleikann, sneru þeir
sér frekjulega að Júpiter, heimtuðu af honum að senda þennan
göfuga anda til jarðar um stundarsakir, ávítuðu hann fyrir að