Skírnir - 01.09.1996, Page 176
422
GIACOMO LEOPARDI
SKÍRNIR
Yfir þessu ráði undruðust hinir guðirnir þar sem þeim virtist
að með því myndi honum takast að vænka hag okkar um of og
láta halla á yfirburði þeirra sjálfra. Júpiter færði þá hins vegar af
þeirri skoðun er hann benti þeim á að fyrir utan það að ekki allir
andar, ekki einu sinni hinir mestu, hefðu nauðsynlega heillavæn-
leg áhrif, væri eðli Sannleikans ekki þannig farið að hann þyrfti
að hafa sömu áhrif á menn og guði.
„Þannig, þar eð hann gerði hinum ódauðlegu eigin sælu ljósa,
myndi hann afhjúpa fyrir mönnum eigin óhamingju og halda
henni stöðugt fyrir augum þeirra og auk þess koma henni þeim
fyrir sjónir sem væri hún í engu verk tilviljunar eða happs, heldur
óhjákvæmileg og í engu unnt að færa til betri vegar né gera á hlé
nokkru sinni í lifanda lífi. Og þar sem böl þeirra er að mestu leyti
þess eðlis að það er aðeins böl á meðan sá er það þolir lítur á það
sem slíkt og styrkur þess háður mati hans sjálfs á því, má ímynda
sér hversu hrikalegan skaða návist þessa anda hefur í för með sér
fyrir mennina. Ekkert mun virðast þeim meiri sannleikur en að
öll veraldleg gæði séu blekking ein og ekkert varanlegra en for-
gengileiki allra hluta, að þrautum þeirra sjálfra undanskildum.
Þannig munu þeir einnig firrast hvers kyns von, sem frá upphafi
og fram til þessa hefur haldið í þeim lífinu meir en aðrar skemmt-
anir eða hugganir. Og án vonar og án þess að sjá verðugan tilgang
í eigin framtaki og starfi munu þeir vanrækja og fá svo mikinn
ímugust á hvers kyns atorkusemi og iðju, hvað þá stórhuga verk-
um, að daglegar venjur lifenda munu ekki vera í miklu ólíkar
venjum hinna látnu. í þessari örvæntingu og sljóvgun mun þeim
þó ekki takast að flýja meðfædda þrána eftir hamingjunni miklu
sem þá mun stinga og kvelja enn meir en áður, enda fátt um
áhyggjur og nauðsynleg verk til að trufla þá og dreifa huga þeirra.
Og samtímis verður þeim ljóst að náttúrulegt ímyndunarafl
þeirra hefur yfirgefið þá sem eitt gat nokkurn veginn bætt upp
fyrir þessa ómögulegu hamingju er hvorki ég né þeir sjálfir, sem
hana þrá svo heitt, geta gert sér skýra mynd af. Og allir þeir svipir
óendanleikans sem ég hafði af stakri vandvirkni komið fyrir í
heiminum til að blekkja þá og næra samkvæmt því sem þeir sjálfir
hneigjast til, af víðfeðmum og óræðum hugsunum, munu nú ekki
lengur duga til eftir að Sannleikurinn hefur fært þeim nýja þekk-