Skírnir - 01.09.1996, Page 177
SKÍRNIR
SAGA MANNKYNS
423
ingu og innsýn. Ef jörðin og aðrir hlutar alheimsins virtust þeim
áður smáir munu þeir frá þessari stundu virðast þeim dvergvaxn-
ir, þar sem þeir munu verða uppfræddir og þeim gerð skýr grein
fyrir leyndardómum náttúrunnar. Því veröldin virðist þeim sífellt
þrengri bústaður þeim mun meiri þekkingu sem þeir hafa á henni,
en ekki er hægt að segja að það gildi um mennina núna. Loks er
hugarburðir þeirra verða teknir burt af jörðu að nýju og upp-
fræðsla Sannleikans fyllir mennina fyrirlitningu í þeirra garð
verður líf manna gersneytt öllu hugsanlegu verðmæti og munu
þeir firrast hvers kyns réttvísi, jafnt í hugsun sem í verkum. Og
ekki einungis áhugi og ást á eigin þjóð og ættjörð, heldur sjálf til-
vist þeirra mun eyðast um gjörvallan heim, en það mun knýja
mennina til að sameinast, einsog þeir munu þá venjast á að segja, í
eina einstaka þjóð og ættjörð svo sem var í upphafi, og boða þeir
þá alheimskærleik á meðal gervalls mannkyns, sem þó í raun og
veru tvístrast í svo margar þjóðir sem mennirnir eru sjálfir. Þar
sem hvorki mun fyrirfinnast ættjörð til að elska sérstaklega né út-
lendingar til að hata munu allir hata hver annan og unna engum
af eigin kyni nema sjálfum sér einum. Endalaust væri hægt að
telja upp þær meinsemdir sem af þessu fæðast. Þó mun þessi
mikla og örvæntingarfulla óhamingja ekki veita hinum dauðlegu
kjark til að slökkva sjálfir á eigin lífsljósi, því yfirráð þessa anda
munu gera þá ekki síður raga en vesæla og með því að auka óhóf-
lega á biturleika lífsins, firra þá kraftinum til að yfirgefa það.“
Af þessum orðum Júpiters virtist hinum guðunum sem okkur
væri ætlað of grimmt og hræðilegt hlutskipti til að guðleg með-
aumkun gæti fallist á það. En Júpiter hélt áfram ræðu sinni:
„Þeir munu engu að síður fá einhverja minni háttar huggun
frá þeim hugarburði er þeir nefna Ást og sem ég er reiðubúinn til
að skilja eftir í samfélagi manna, þótt ég fjarlægi alla aðra. Og
Sannleikanum mun ekki auðnast, þrátt fyrir allt hans afl og þótt
hann berjist stöðugt gegn henni, nokkru sinni að tortíma henni af
jörðu né heldur að sigrast á henni, nema þá sárasjaldan. Með
þessum hætti verður líf manna tvískipt samkvæmt því hvort
dýrkun hugarburðarins eða andans er ríkjandi og í sameiningu
munu þeir báðir ráða yfir umhverfi og sálum mannanna. Öll önn-
ur áhugamál, að örfáum lítilvægum undanskildum, munu hjá