Skírnir - 01.09.1996, Blaðsíða 178
424
GIACOMO LEOPARDI
SKÍRNIR
meirihluta manna fara forgörðum. Á hinum þungu árum ellinnar
mun sá náttúrulegi eiginleiki manna að geta sætt sig nánast við að
halda einfaldlega lífi bæta upp fyrir skortinn á huggun Ástarinn-
ar, svo sem á sér stað hjá öðrum dýrategundum, og alin verður
önn fyrir lífinu einungis til að viðhalda tilveru þess en ekki vegna
þeirrar gleði eða vellíðan sem það gæti veitt.“
Júpiter fjarlægði nú hina sæluaukandi hugarburði af jörðinni,
nema Ástina, þann ógöfugasta þeirra allra, sendi síðan Sannleik-
ann á meðal manna og veitti honum þar ævarandi bústað og yfir-
ráð. Það sem á eftir fylgdi voru allir þeir sorglegu atburðir er
hann hafði spáð fyrir. En þá átti sér nokkuð furðulegt stað. Fyrir
komu andans til jarðar, þá er hann hvorki bjó yfir valdi yfir
mönnunum né megnaði að beita sannfæringarkrafti sínum á þá,
höfðu þeir heiðrað hann með gífurlegum fjölda hofa og fórnarat-
hafna. Nú gerðist það hins vegar, er hann birtist á jörðu í líki
fursta og menn tóku að kynnast nærveru hans, að andstætt því
sem gilti um alla aðra hinna ódauðlegu sem þeim mun æruverð-
ugri virtust því meira sem þeir opinberuðu af sjálfum sér, hryggði
hann huga manna með slíkum hætti og fyllti þá svo miklum
hryllingi að þótt þeir væru nauðbeygðir til að hlýða honum,
veigruðu þeir sér við að tilbiðja hann. Og á meðan tálsýnirnar
gömlu voru virtar og elskaðar mest af þeim sem þær höfðu mest
vald á, mátti andi þessi þola hinar grimmilegustu bölvanir og hið
rammasta hatur frá hendi þeirra sem hann öðlaðist mest yfirráð
yfir. Þar sem hinir dauðlegu gátu þó hvorki hliðrað sér hjá né
bylt harðstjórn hans, lifðu þeir við þessa ömurlegu eymd sem
þeir hafa fram til þessa þurft og munu ávallt þurfa að þola.
Ævarandi meðaumkun himneskra sálna tók þó fyrir ekki all-
löngu að hrærast í hjarta Júpiters yfir þessari miklu óhamingju,
þá einkum þeirri vansæld er hrjáði nokkra menn sem einstakir
voru sökum mikilla gáfna auk siðfágunar og heiðarleika, en
Júpiter sá að vald og harðræði andans kúgaði og þjakaði þessa
menn öðrum fremur. Áður fyrr, er Réttlæti, Dygð og aðrir hug-
arburðir ríktu í mannheimi, var það til siðs hjá guðunum að sækja
sköpunarverk sín stöku sinnum heim og steig þá einn og einn til
jarðar í senn og opinberaði návist sína með margvíslegum hætti
sem ávallt var mikið blessunarverk, annað hvort fyrir alla dauð-