Skírnir - 01.09.1996, Page 182
428
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
hyggilegt að vanda orð sín vel í upphafi, enda lofaði eftirlitsmað-
urinn á Miðloftinu í Brekkukoti okkur ekki að svar væri til við
öllum spurningum nema að þær væru „lagðar rétt“. Eg hef orðið
var við að fólk leggur mjög misjafnan skilning í hvað átt sé við
með því að maður drýgi hór; ég tala nú ekki um ef það er orðað
svo, á nútímavísu, hvenær einstaklingur teljist vera léttur á bár-
unni í kynferðisefnum. Leyfið mér því að afmarka strax þrenns
konar skilning slíkrar „léttúðar" þannig að ljóst sé hvað ég ætla
að leggja mat á og hvað ekki.
I fyrsta lagi eru þeir enn til, jafnvel á okkar afhelguðu öld, sem
líta svo á að allt kynlíf utan heilags hjónabands sé hórdómsbrot.
Verðugur fulltrúi þessa sjónarmiðs er kaþólski heimspekingurinn
Elizabeth Anscombe sem má líklega, að fjölmiðlasið, kalla
„Islandsvin“ enda hefur hún staldrað hér við í að minnsta kosti
eitt skipti.2 Fyrir Anscombe eru samfarir í eðli sínu frjósemis-
verknaður og setur hans er, samkvæmt náttúrulegum skikk,
hjónabandið. Ef við könnumst ekki við þetta, segir hún, þá
höfum við heldur engin haldbær rök lengur gegn sjálfsfróun,
nauðþukli (,,petting“) og vændi. Rökfærsla Anscombe er af hefð-
bundnu modus tollens-kyni: ef A þá B, en fyrst gefið er að ekki-B
þá ekki-A. Meinið er hins vegar að svo fjarri fer nú til dags að við
getum gefið okkur „ekki-B“, þ.e. að allir hljóti að telja sjálfsfró-
un, nauðþukl og vændi siðferðilega rangt, að því er í raun þveröf-
ugt farið, altént um fyrri tvo liðina: Fæstir sjá nokkuð athugavert
við þá lengur. Rökfærslan höfðar því í raun aðeins til sanntrúaðra
kaþólikka; hún gerir ráð fyrir slíkri trú sem forsendu og hefur af-
leiðingar sem koma flatt upp á alla aðra, til dæmis þá að notkun
getnaðarvarna innan hjónabands sé verra skírlífisbrot en „einfalt
framhjáhald": Hið fyrra er ekki aðeins dæmigert siðferðisbrot,
eins og hið síðara, að sögn Anscombe, heldur ónáttúra að auki!
Þar sem ég ætla að hætta mér sem skemmst út í trúarheim-
speki eða trúfræði á þessum blöðum hlýt ég að leiða hjá mér hinn
víða skilning Anscombe á léttúð í kynferðisefnum. Það er til
dæmis borin von, að mínum dómi, að leita einhverra hreinna
2 Tilvísanir í skoðanir Anscombe eru sóttar í ritgerð hennar, „Contraception
and Chastity“, The Human World, 7 (maí, 1972).