Skírnir - 01.09.1996, Qupperneq 183
SKÍRNIR
GEGN LAUSLÆTI
429
siðferðilegra röksemda gegn mökum trúlofaðra eða sambúðar-
fólks, að ég tali nú ekki um gegn því að hjón hafi stjórn á eigin
barneignum með getnaðarvörnum. Slík skoðun hlýtur að styðjast
við trúarlegar forsendur sem koma máli mínu hér ekki við. Hinu
er ekki að neita að margt annað í málafylgju Anscombe er um-
hugsunarvert, eins og ég vík nánar að hér á eftir,3 og siðfræðingar
hafa í seinni tíð velt af kappi fyrir sér ýmsum vandamálum sem
beint eða óbeint tengjast umræðuefni hennar.4
Annar skilningur, og sá sem ég vil einkum gera að mínum í
þessari ritgerð, er að léttúð í kynferðisefnum teljist vera á ferð
þegar einstaklingur samrekkir ólíkum aðilum, sem hann er ekki í
sambúð með, hverjum á eftir öðrum á ákveðnu tímabili (til dæmis
nokkrum mánuðum eða árum), án nokkurrar sálrænnar eða sið-
legrar skuldbindingar.5 Eg mun hér á eftir nota hugtakið lauslæti
einvörðungu um þessa tegund hegðunar. Kjarni skilgreiningar-
innar felst í lokaorðum hennar: „án skuldbindingar“. Eg er ekki
að tala um fólk sem á, til að mynda í kringum tvítugsaldur, í ást-
arsambandi við nokkra einstaklinga, hvern á eftir öðrum, í fullri
alvöru, þ.e. fólk sem leggur allt sitt undir í hverju sambandi, hvað
varðar sálræna nánd og siðlegar kvaðir, þó að skuldbinding þess
hrökkvi á endanum ekki til og upp úr slitni. Að vísu verður að
viðurkenna að oft er ekki nema örstutt fótmál frá óláni í ástar-
3 Sjá „sveppatínslurökm“ sem síðar ber á góma.
4 Þar má t.d. nefna tvö: í fyrra lagi, á sviði menntaheimspeki, hvernig bregðast
skuli við skoðunum bókstafstrúarhópa innan frjálslynds ríkisrekins skólakerf-
is, þ.e. hvort rétt sé í fjölmenningarsamfélögum nútímans að þröngva ein-
hverjum opinberum siðferðisskoðunum upp á börn úr slíku umhverfi. Heilu
og hálfu tímaritin eru nú helguð umfjöllun um þetta mál, sjá t.d. Journal of
Pbilosophy of Education, 29 (1995: „Special Issue on Multiculturalism") og
Ethics, 105 (1995: „Symposium on Citizenship, Democracy, and Education“).
í síðari lagi má nefna spurningar um siðfræði getnaðarvarna: Er til að mynda
réttlætanlegt að skrifa upp á pilluna fyrir unglingsstúlkur, allt niður í 11 ára
aldur, án vitundar foreldra þeirra, eins og nú er víða tíðkað í Bretlandi, eða er
slíkt ekki annað en „farseðill út á lífið“? Sjá t.d. L. Lightfoot og L. Rogers,
„Am I too young to take the pill?“, Sunday Times, 18. sept. (1994). Eg hefði
ekkert á móti því að reifa bæði þessi úrlausnarefni en það verður, eins og
margt annað, að bíða betri tíma.
5 Ég styðst hér við skilgreiningu F. Ellistons í „In Defence of Promiscuity",
Philosophical Perspectives on Sex and Love, ritstj. R. M. Stewart (Oxford: Ox-
ford University Press, 1995), bls. 148.