Skírnir - 01.09.1996, Síða 185
SKÍRNIR
GEGN LAUSLÆTI
431
stinga niður stafni eru „hressir". Þeir „hlaupa af sér hornin" eða
eru í versta falli „kvennabósar" (orð sem ber með sér blæ hroll-
kenndrar aðdáunar); þær eru „lóka-laðir“ með „brókarsótt".
Reynum í framhaldinu að gleyma þessu karlrembueðli tungunnar
og viðhafa orðið „lauslátur“ um bæði kynin jafnt.
I öndverðu máli var þess getið að heimspekingum hefði löng-
um hrosið hugur við allri léttúð í kynferðisefnum: „Æ koma
mein eftir munúð“, er þannig hinn hefðbundni boðskapur. Sá
andi er þó ekki alveg einátta. Til að mynda mælti Epikúringurinn
Lúkretíus, sem uppi var skömmu fyrir Krists burð, beinlínis með
lauslæti sem mótefni gegn kynferðisylgju hjá ungum mönnum,
þ.e.a.s. ef tilfinningar þeirra beindust í of ríkum mæli að einni til-
tekinni konu áður en tímabært væri fyrir þá að fá á sig hnapp-
helduna. Þannig fyndu piltarnir losta sínum útrás, án eftirmála.6
Þetta er hins vegar undantekning frá þeim rökum sem oftast hef-
ur heyrst fleygt: að lauslæti valdi kynsjúkdómum og óvelkomn-
um þungunum, það splundri hinni náttúrulegu einingu kynlífs og
getnaðar og stuðli að meðvituðu eða duldu samviskubiti.
Verjendum lauslætis, sem sprottið hafa upp í seinni tíð meðal
heimspekinga, hefur ekki orðið svarafátt við þessum sígildu rök-
semdum. Þeir hafa bent á að í fyrsta lagi sé nú orðið til nokkuð
sem heiti „öruggt kynlíf“, auk þess sem kynsjúkdómar og þung-
anir séu almennt talað læknisfræðileg vandamál en ekki siðferði-
leg og beri að leysa sem slík;7 í öðru lagi sé einingarkenningin um
kynlíf og tímgun ekki annað en kaþólsk miðaldakredda, sem eigi
sér meira að segja enga stoð í guðspjöllunum;8 og í þriðja lagi sé
út í hött að andæfa lauslæti með þeim rökum að það stuðli að
sefasýki eða samviskubiti, enda þá búið að gefa sér sem forsendu
niðurstöðuna sem sanna átti, þ.e. að lauslæti sé rangt. Nær væri
að uppræta samviskubitið með breytingu á viðhorfum en breyt-
6 M. C. Nussbaum segir frá þessari kenningu í The Therapy of Desire: Theory
and Practice in Hellenistic Ethics (Princeton: Princeton University Press,
1994), bls. 185.
7 Sjá t.d. A. Ellis, „Casual Sex“, International Journal of Moral and Social
Studies, 1 (1986), bls. 166.
8 „In Defence of Promiscuity", bls. 149.