Skírnir - 01.09.1996, Page 191
SKÍRNIR
GEGN LAUSLÆTI
437
milli sjálfsviðhalds og sjálfseyðingar í faðmi þess sem maður elsk-
ar. Að því leyti til má færa til sanns vegar sögu Aristófanesar í
Samdrykkjunni af sundurskornu „karlkvendunum", er þrá að
sameinast hinni helft sinni.
Þriðja kjarnaatriði ástarinnar, sem flestir ljúka upp einum
munni um, er að hún er tímafrek. Það stafar meðal annars af því
að sú jafnvægisleit sem fyrr var nefnd milli sérleiks og samleiks
tveggja sálna tekur sinn tíma. „Ast við fyrstu sýn“ er ekki annað
en stundarhrifning, eða í besta falli hugboð um hvað gæti átt eftir
að gerast. Raunveruleg ást er langvinn og oft á tíðum sársaukafull
atburðarás; eins og hver önnur lærdómsbraut þar sem þung próf
skila manni fram á veg, standist maður þau. Sú skel sem umlykur
innsta kjarna hvers einstaklings verður ekki brotin í ástarfuna
einnar nætur.22
Ást er þannig í fullnaði sínum óviðjafnanleg, hún stefnir að
samruna sálna og hún er tímafrek. Það þarf ekki langa yfirlegu til
að átta sig á því að manvélar lauslætisins fullnægja engu þessara
þriggja skilyrða. Sú ást, ef ást skyldi kalla, sem lauslætinu fylgir er
ást án skuldbindingar; hún er ást á viðjafnanlegri persónu, raunar
hverri þeirri sem þægir þörf hins lausláta, hún miðar að sjálfs-
gxlum fremur en samkennd og hún er skammvinn, oft ekki nema
einnar nætur gaman. En kemur það nokkuð að sök; er ekki laus-
lætið hér vegið og léttvægt fundið út frá röngum forsendum?
Gildi þess er ekki ástarnautn heldur kynnautn, kynni einhver að
segja; og það rýrir ekki skemmtigildi gamanvísu þó að hún sé
ekki djúpt kveðin. Hyggjum um stund að þessu algenga sjónar-
miði.
Við þurfum ekki að róa á borð strangrar atferðiskenningar til
þess að kannast við að viðbrögð okkar við aðstæðum mannlífsins
séu að drjúgum hluta lærð. Vaninn er sterkasta afl í mannheimi;
hann skapast smám saman í samskiptum okkar við umhverfið,
sumpart vegna þeirrar reynslu sem yfir okkur dynur, hvort sem
okkur líkar hún betur eða verr, sumpart vegna eigin sjálfráðra
ákvarðana. Og þangað vill hver hníga sem hann er hallur. Það eru
22 Sjá t.d. F. Berenson, „What is this Thing Called ‘Love’?“, Philosopby, 66
(1991).