Skírnir - 01.09.1996, Page 193
SKÍRNIR
GEGN LAUSLÆTI
439
Ellis; og það í samfélagi, eins og hinu íslenska, sem annálað er um
heim allan fyrir frjálslyndi í kynferðismálum. Þessir nemendur
hafa þá venjulega á hraðbergi aðskiljanleg dæmi af vinum sínum
og vandamönnum (að sjálfsögðu aldrei af sjálfum sér!) sem ekki
hafi náð að höndla ástina eftir að hafa haft of mörg járn í eldinum
of lengi - og þannig orðið vanaþrælar skyndikynna: fljótaskrift-
arástar. Ég held að ég þurfi ekki að hafa fleiri orð um lauslætið að
sinni en þau að eiturlyf sem varnaði helmingi neytenda sinna veg-
ar að höfuðgildi lífsins yrði fljótt sett á bannlista, jafnvel þótt
hinn helmingurinn slyppi þá meira eða minna óskaddaður frá því.
Það veit nefnilega enginn fyrirfram, í glímunni við lauslætið
fremur en glímunni við eiturlyfin, hver verður hólpinn.
Svar mitt við spurningunni sem afmörkuð var í upphafi er því
þetta: Lauslæti er almennt óhollt manni sjálfum og þar með sið-
ferðilega rangt. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða. Hana leiðir þó
af máli mínu hér að framan og þarfnast ekki frekari skýringar en
þessarar: Með því að fullyrða að það sem sé óhollt manni sjálfum
sé siðferðilega rangt er ég ekki að ganga á hönd svokölluðum
dygðafrœðum er kveða á um að réttmæti breytni helgist af áhrif-
um hennar á gerandann.23 Ég er hefðbundinn leikslokasinni,
nytjastefnumaður, sem met áhrif breytni út frá afleiðingum henn-
ar á samfélagið í heild. En enginn maður er eyland, síst af öllu í
samfélögum nútímans, og með því að spilla ófyrirsynju eigin heill
og hamingju er maður um leið að spilla heill og hamingju ann-
arra, að minnsta kosti þeirra sem beinlínis reiða sig á mann í líf-
inu. Sú er höfuðástæða þess að ég hef hér að framan fordæmt þá
léttúð í kynferðisefnum er heykir okkur sem siðferðisverur, sem
persónur.
Kristján Kristjánsson
Ritgerð þessi var flutt á ráðstefnu kennaradeildar Háskólans á Akureyri um laus-
læti 7. september 1996. Ég þakka Atla Harðarsyni, Guðmundi Heiðari Frímanns-
syni og Haraldi Bessasyni yfirlestur og góð ráð við samningu hennar.
23 Sjá andóf mitt gegn slíkum dygðafræðum í „Af tvennu illu: Um klípusögur,
dygðafræði og nytjastefnu“, Hugur, 8 (1996).