Skírnir - 01.09.1996, Side 197
SKÍRNIR
TIL VARNAR LAUSLÆTI
443
III
Snúum okkur næst að heimspekilegu lauslætishugtaki Kristjáns.
Til að uppfylla kröfur eftirlitsmannsins í Brekkukoti um að
„leggja spurninguna rétt“ skilgreinir Kristján hugtakið lauslxti
berum og skýrum orðum í erindi sínu: Lauslæti teljist vera á ferð,
segir hann, „þegar einstaklingur samrekkir ólíkum aðilum, sem
hann er ekki í sambúð með, hverjum á eftir öðrum á ákveðnu
tímabili [...] án nokkurrar sálrænnar eða siðlegrar skuld-
bindingar";5 og Kristján segist ætla að „nota hugtakið lauslœti
einvörðungu um þessa tegund hegðunar“(s. 429). Þannig segir
hann að „[...] fólk sem á [...] í ástarsambandi við nokkra einstak-
linga, hvern á eftir öðrum, ífullri alvöru, þ.e. fólk sem leggur allt
sitt undir í hverju sambandi, hvað varðar sálræna nánd og siðlegar
kvaðir [...]“ falli ekki undir þessa skilgreiningu og sé ekki lauslátt
(s. 429).
Við tökum strax eftir því að lauslætishugtak Kristjáns er
nokkuð frábrugðið hvunndagshugtakinu. I fyrsta lagi er það ekki
innbyggt í hugtak heimspekingsins að lauslæti sé ódygð. Með
öðrum orðum er það ekki sjdlfgefið að það væri siðferðilega
ámælisvert að hegða sér samkvæmt skilgreiningu Kristjáns, held-
ur þyrfti að sýna fram á að svo væri; það hefur Kristján einmitt
reynt að gera í lestri sínum með ýmsum rökum. I öðru lagi nær
hugtak Kristjáns jafnt til beggja kynjanna, ólíkt hvunndagshug-
takinu. Kristján vill „gleyma [...] karlrembueðli tungunnar og
viðhafa orðið ,lauslátur‘ um bæði kynin jafnt“, eins og hann segir
berum orðum (s. 431). Lauslæti samkvæmt skilgreiningu Krist-
jáns er ekki löstur kvenna frekar en karla, ef það er löstur á annað
borð. I þriðja lagi felur skilgreining Kristjáns ekki í sér að það sé
nauðsynlega lauslæti þegar til dæmis ung dama sefur hjá nýjum
og nýjum piltum, hverjum á eftir öðrum, því hún getur verið yfir
sig ástfangin í hvert skipti og óhemju bjartsýn um framtíð
sambandsins.6 En slík dama - sem „leggur sjálfa sig undir“, svo
5 Kristján Kristjánsson, „Gegn lauslæti“, s. 429; sbr. Elliston, s. 148, sem Kristj-
án vitnar í neðanmáls. Framvegis verður vitnað í fyrirlestur Kristjáns með
blaðsíðutali í meginmáli.
6 Kristján bendir á þetta sjálfur, sjá s. 429.