Skírnir - 01.09.1996, Page 199
SKÍRNIR
TIL VARNAR LAUSLÆTI
445
venjulegt íslenskt orð, orð yfir það sem enskumælandi menn
kalla promiscuity. Orðalagið léttúð í kynferðisefnum er aftur á
móti afar óvenjulegt. A þetta að þýða hið sama og orðið lauslceti?
Kristján fer alls staðar með þau sem samheiti. En hvers vegna
notar hann þetta skrítna orðalag? Skiptir það einhverju máli?
Kannski er orðalaginu léttúð í kynferðisefnum ætlað að
spanna bæði lauslæti og það fyrirbæri er kallast á ensku casual
sex. Sem ráða má af fyrirlestri Kristjáns hefur hann sett sig vel inn
í þær heimspekilegu bókmenntir er fjalla um lauslæti og náskyld
fyrirbæri. I lestri sínum styðst hann einkum við þrjár greinar á
ensku: „Contraception and Chastity“ eftir Gertrude Elizabeth
Margaret Anscombe/ „In Defence of Promiscuity" eftir Freder-
ick Elliston,8 og „Casual Sex“ eftir Anthony Ellis.9 Kristján tekur
ýmislegt upp úr þessum greinum og hann gagnrýnir þær.10 Ef til
vill hefur hann gefið sér að allir þessir höfundar séu að fjalla
meira og minna um sama efnið sem má kalla ýmist lauslæti eða
léttúð íkynferðisefnum.
Hvað sem því líður er það fyrirbæri sem enskumælandi menn
kalla casual sex nokkuð frábrugðið lauslætinu að mínum dómi.
Orðalagið casual sex mætti kannski þýða á íslensku sem skyndi-
kynni (þótt sú þýðing sé ef til vill ekki nákvæm).11 Casual sex og
promiscuity eru ekki samheiti í enskunni, og skyndikynni og
lauslæti ekki heldur í íslenskunni. Skyndikynni eru tiltekin teg-
und athafna en lauslæti er aftur á móti lyndiseinkunn eða hegð-
unarmynstur; sambærilegur munur er á fyrirbærunum er heita
casual sex og promiscuity. I hvunndagsumræðunni myndu margir
segja hiklaust að þátttaka konu í skyndikynnum sé til marks um,
eða dæmi um, lauslæti hennar; þetta skulum við endurskoða
seinna. Varla eru fyrirbærin lauslæti og skyndikynni ótengd, en
7 The Human World 7 (maí, 1972), s. 9-30.
8 Sjá neðanmálsgrein 3, hér að framan.
9 International Journal of Moral and Social Studies 1:2 (sumar, 1986), s. 157-69.
10 Hér vil ég taka sérstaklega fram að mér finnst gagnrýni Kristjáns á Anscombe,
Elliston og Ellis afar snjöll; hún er ferskt og mikilsvert framlag til lauslætis-
fræðanna. Við Kristján erum nefnilega sammála um margt sem snertir lauslæti
og tengd efni, þótt það komi ekki vel fram í þessu erindi, sökum þess að hér
hef ég fengið í hendur það verkefni að verja lauslæti gegn ásókn Kristjáns.
11 Kristján notar einnig orðið skyndikynni; sjá Kristján, s. 439.