Skírnir - 01.09.1996, Page 200
446
MIKAEL M. KARLSSON
SKÍRNIR
það má hins vegar ekki leggja þau að jöfnu. Ef við grúskum í of-
angreindum bókmenntum sjáum við að grein Ellistons fjallar
gagngert um lauslæti, en grein Ellis um skyndikynni, eins og
greinarheitin gefa til kynna. Ellis hefur lítið sem ekkert að segja
um lauslæti sem slíkt, og Elliston fjallar ekki mikið um skyndi-
kynni sem slík. Ritgerð Anscombes er að mestu leyti helguð öðru
(skyldu) efni, nefnilega skírlífi, en segja má að hún fari í einum
kafla með sálfræðikenningu um bæði skyndikynni og lauslæti,
þótt hún greini ekki skýrt á milli þeirra.12
V
Það kemur í ljós hér á eftir hvers vegna ég hef eytt púðri í þessar
vangaveltur um skyndikynni. En nú ætla ég að snúa mér aftur að
skilgreiningu Kristjáns á lauslæti. Við höfum þegar vitnað í þessa
skilgreiningu: Það telst vera lauslæti „þegar einstaklingur sam-
rekkir ólíkum aðilum, sem hann er ekki í sambúð með, hverjum á
eftir öðrum á ákveðnu tímabili [...] án nokkurrar sálrænnar eða
siðlegrar skuldbindingar“ (s. 429). Þessi síðustu sex orð Kristjáns
eru afar sterk, en hann virðist setja fram skilgreiningu sína í fullri
alvöru. Hann leggur lauslæti í þessum skilningi að jöfnu við það
„að líta á kynlíf sem tómstundagaman“13 og það að „leita að hjá-
svæfu sem leikfangi" eins og „kortér-fyrir-þrjú gæjarnir“ gerðu á
sokkabandsárum hans (s. 430), en þeir eru teknir sem skólabókar-
dæmi um lausláta skuldbindingaleysingja.
Nú verð ég að viðurkenna strax - þó að ég standi hér sem
lauslætispostuli dagsins - að ég er hjartanlega sammála Kristjáni
um að lauslæti eins og hann skilgreinir það sé siðferðilega ámælis-
vert, sé skilgreiningin túlkuð bókstaflega. En þótt ég sé sammála
þessari niðurstöðu Kristjáns er það ekki á grundvelli þeirra raka
sem hann færir fyrir henni, þeirra að lauslætið spilli möguleikum
manns til að höndla ástina og mynda alvöruástarsambönd. Þótt
það sé óneitanlega eitthvað til í þessum rökum hef ég ýmsar efa-
12 Sjá Anscombe, einkum s. 34 sem er oft vitnað í.
13 Kristján, s. 430; sbr: „Ég kem til með að einskorða umræðu mína um lauslæti
við samband ungs og ólofaðs fólks sem [...] er hvílubrátt af skemmtihvöt [...]“
(s. 430).