Skírnir - 01.09.1996, Page 201
SKÍRNIR
TIL VARNAR LAUSLÆTI
447
semdir um þau eins og kemur í ljós hér á eftir. Nei, ég er þeirrar
skoðunar að öll breytni manns gagnvart öðrum, og jafnvel gagn-
vart sjálfum sér, sé ámælisverð feli hún ekki í sér neinar sálrænar
eða siðlegar skuldbindingar - hvort sem um er að ræða bankavið-
skipti, veisluhald, knattspyrnuleik, kennslu, dans eða samfarir.
Með öðrum orðum tek ég undir með Immanuel Kant, en hann
setti fram svohljóðandi siðferðilegt skylduboð: „Komdu aldrei
þannig fram við nokkra manneskju, hvorki sjálfa þig né aðra, að
þú sért bara að nota hana í einhverju skyni, heldur ber þér að
virða hverja manneskju sem markmið í sjálfu sér.“14 Skuldbind-
ingarleysið sem lauslætið felur í sér samkvæmt skilgreiningu
Kristjáns brýtur í bága við þetta grundvallarskylduboð, en hver
tengslin ættu að vera á milli slíks skuldbindingarleysis og fjölda-
afgreiðslu bólfélaga er látið liggja milli hluta í umfjöllun Krist-
jáns. Hann segir reyndar að slík fjöldaafgreiðsla teljist ekki til
lauslætis - og sé ekki endilega ódygðug15 - sé hún ekki skuld-
bindingarlaus.
Kristján ber saman kynlíf hins lausláta, sem er, eins og hann
skilgreinir það, kynlíf „án nokkurrar sálrænnar eða siðlegrar
skuldbindingar“, og ástarsambönd einhvers „við nokkra einstak-
linga, hvern á eftir öðrum“ þar sem elskandinn „leggur allt sitt
undir í hverju sambandi“; hið seinna telst ekki til lauslætis. En
það er ansi margt þar á milli. Kristján er sem sagt að bera saman
tvennar öfgar. Ég held að langflest dæmi sem flokkast undir laus-
læti í hvunndagsskilningi hugtaksins falli ekki undir skilgreiningu
Kristjáns. En þau flokkast ekki heldur sem dæmi um ástarsam-
bönd „í fullri alvöru“. Konur sem eru taldar vera lauslátar á
hvunndagsmælikvarða líta oftast nær ekki á bólfélaga sína sem
helber leikföng - háþróaða víbratora (eða lágþróaða!) - heldur
sem manneskjur: einmana, örvæntingarfullar, hálfömurlegar
14 Grundlegung ziir Metaphysik der Sitten (Riga: Hartknoch, 1785), s. 429:
„Handle so, da!5 du die Menschheit sowohl in deiner Person, als in der Person
eines jeden andern jederzeit zugleich als Zweck, niemals blofi als Mittel
brauchest."
15 Kristján tekur ekki afstöðu til málsins í erindi sínu; hjá honum væri slíkt
hegðunarmynstur ekki ámælisvert sem lauslæti, en kannski ámælisvert á öðr-
um forsendum.