Skírnir - 01.09.1996, Side 204
450
MIKAEL M. KARLSSON
SKÍRNIR
aldrei til að upphefja skömmina. Ég tala hér um „konuna“ sökum
þess að þessi tilfinning virðist ekki ná til karldýrsins, að minnsta
kosti ekki í jafn ríkum mæli. Karlinn virðist ekki þurfa neina af-
sökun fyrir að njóta kynlífs til fulls.
Sú tilfinning sem hér um ræðir á rætur sínar að rekja til gam-
allar heimsmyndar sem er ekki lengur í takt við tímann - ætli hún
hafi verið það einhvern tíma? - heimsmynd sem snýst um karl-
rembu, kvennakúgun og andstyggð á hinu holdlega (horror
carnis) meðal annars. Hún endurspeglast í tungumáli okkar, við-
horfum, myndlíkingum, tilfinningum og fleiru. Af Islendingasög-
unum að dæma kom hún frekar seint til landsins og hún hefur
aldrei verið eins sterk hérlendis og víða annars staðar í hinum
kristna heimi, að ég hygg.16 Fæstir mundu verja þessa heimsmynd
nú á dögum, að minnsta kosti ekki upphátt, en hún er samt ekki
úr sögunni.
Anscombe ver þessa heimsmynd að hluta. Hún hafnar karl-
rembunni alfarið, en virðist halda að kynlífið sem slíkt sé vítavert,
nema það þjóni hjónabandinu. Kynlífið er með öðrum orðum
skammarlegt í eðli sínu, en afsakanlegt - heyrir jafnvel undir
skyldu manns - við tilteknar aðstæður, nefnilega innan hjóna-
bands og í þágu þess. „[Tjilgangur og gæði kynlífs eru: hjóna-
bandið,“ segir Anscombe: „Kynlíf sem er ekki helgað hjónabandi
er annaðhvort helber lostasemi eða ömurleg blekking [...].“17
Samkvæmt þessu er kynlífið sambærilegt við manndráp eða
þjófnað: Manndráp er í eðli sínu ámælisvert, en afsakanlegt við
tilteknar aðstæður, til dæmis í sjálfsvörn. Þjófnaður er lastverður
sem slíkur getum við sagt; en móðir sem stelur brauði til að gefa
sveltandi börnum sínum (og hefur engan annan kost) á ekki last
skilið, öðru nær: Hún er að sinna skyldum sínum við erfiðar að-
stæður; hún hefur afsökun, eða jafnvel réttlætingu, fyrir breytni
sinni.
16 Sbr. lestur Haraldar Bessasonar, „Innangarðs og utan - um veraldar lausung";
sjá neðanmálsgrein 3 hér að framan.
17 „[T]he good and the point of a sexual act is: marriage. Sexual acts that are not
true marriage acts are either mere lasciviousness, or an Ersatz [...]”;
Anscombe, s. 23.