Skírnir - 01.09.1996, Page 205
SKÍRNIR
TIL VARNAR LAUSLÆTI
451
Ég er hins vegar á þeirri skoðun að kynlíf sé sambærilegra við
borðhald eða bílaakstur en við manndráp eða þjófnað. Ég held,
með öðrum orðum, að kynlífið sé engan veginn slæmt eða ámæl-
isvert í eðli sínu, og að maður þurfi ekki að afsaka sig fyrir að
taka þátt í því fremur en hann þarf að afsaka sig fyrir að keyra bíl
eða að njóta kvöldverðar. Auðvitað er það lastvert að keyra eins
og vitleysingur - að stofna lífi sínu og annarra í hættu að óþörfu -
en þá er það báttur breytninnar sem er ámælisverður, það er að
segja vitleysan, en ekki aksturinn sem slíkur. Að sama skapi hafa
menn fjölmarga möguleika á að stunda kynlíf með ámælisverðum
hætti, til dæmis með því að halda framhjá, eða að smita aðra af
kynsjúkdómi vísvitandi, eða að leita að hjásvæfu sem einskæru
leikfangi; en það er ekki kynlífið sem slíkt sem er siðferðilega at-
hugavert.
VIII
Það að kynlíf sé skammarlegt í eðli sínu er kredda sem hefur svo
ég viti ekki við nein rök að styðjast. Þessi kredda endurspeglar
það sem ég kallaði áðan andstyggð á hinu holdlega (horror carnis)
eða að minnsta kosti andstyggð á holdlegri ást (horror veneris)
eða á nautn (horror voluptatis). Sál manns er hneppt í fangelsi
holdsins. Fangelsið - það er að segja líkaminn - er dýrslegur,
lostafullur nautnaseggur, og kynlífið sælgæti hans. Þátttaka í
kynlífi táknar sigur hins dýrslega og er þess vegna slæm í eðli
sínu.
Anscombe er greinilega gagntekin af þessari kreddu. Hún sér
bara tvo möguleika: Kynlífið er annaðhvort helgað hjónahandi
eða helber lostasemi.x% Hún er blind á alla aðra möguleika að því
er virðist, til dæmis þann að kynlífið getur verið gott meðal við
sorg, einsemd, þunglyndi, skapraun eða vonbrigðum; eða þann
að það getur verið eðlilegur þáttur í vináttusambandi þótt það
stefni ekki í hjónaband og eigi jafnvel enga fyrirsjáanlega framtíð.
18 Þess vegna gengur hún að því sem vísu að sjálfsfróun, samfarir gagnkyn-
hneigðra og hvers konar kynhvörf (auk kynmaka giftra hjóna er nota
getnaðarvarnir við samfarir) séu svívirðileg; sjá Anscombe, s. 23.