Skírnir - 01.09.1996, Síða 208
454
MIKAEL M. KARLSSON
SKÍRNIR
beitir „sveppatínslurökum“ Anscombes. Þau eru nytjarök, enda er
Kristján sanntrúaður og yfirlýstur nytjahyggjumaður.20 Sveppa-
tínslurökin eru þau, í grófum dráttum, að endurtekin skyndi-
kynni „geri menn grunna“.21 „Sá sem nálgast kvennafar eða karla-
með þessum hætti fær það bein með bitanum að hætta smám
saman að geta litið á kynlíf með tiltekinni persónu nema sem
kynlíf með hvaða öðrum einstaklingi sem er, og verður þannig
,grunnur‘,“ segir Kristján.22
X
Kristján viðurkennir að það sé reynsluatriði hvort slíkt hegðunar-
mynstur „varni hinum lauslátu að njóta raunverulegrar ástar“
með því að skapa vana, og hann segir líka að „við verðum á end-
anum að líta í eigin barm og annarra til að sjá hvort rök
Anscombes standi heima.“23 Ég er að sjálfsögðu ekki betur í sveit
settur en Kristján til að dæma með mikilli vissu um þetta reynslu-
atriði. En sem stendur finnast mér sveppatínslurökin (jafnvel í
búningi Kristjáns) ekki vera mjög sannfærandi. Astæðan er sú, að
Kristján virðist ekki taka mark á neinum kynlífskosti milli þess
að vera í alvöruástarsambandi og þess að líta á kynlíf sem helbert
tómstundagaman „án nokkurrar sálrænnar eða siðlegrar skuld-
bindingar" (s. 429). Þessi tvískipting er mjög ólík tvískiptingu
Anscombes í hjónabandsrækt og lostafargan, en hún er alveg jafn
ýkt. Vaninn sem Kristján er hræddur við að skapist hér skapast -
ef hann skapast - af endurteknum kynnum sem eru gjörsamlega
kærleiks- og ástúðarlaus. En í raunheiminum eru skyndikynni
ekki endilega þannig og samkvæmt minni reynslu oftast ekki
þannig, svo að umræddur vani skapast ekki af þeim.
Máli sínu til stuðnings vitnar Kristján í nemendur sína, en ríf-
lega helmingur þeirra hefur „venjulega á hraðbergi aðskiljanleg
20 Þrátt fyrir sveppatínslurökin er Anscombe sjálf ekki nytjahyggjumaður í meg-
inatriðum. Veigamestu rök hennar fyrir skírlífi eru „handannytjarök“ eða
„dulræn“ rök eins og hún kallar þau; sjá Anscombe, s. 25.
21 Anscombe, s. 24; Kristján, s. 433, 438-39.
22 Kristján, s. 433, með smávægilegum breytingum; þar er Kristján að segja frá
rökum Anscombes.
23 Kristján, s. 438, með smávægiiegum breytingum.