Skírnir - 01.09.1996, Page 210
456
MIKAEL M. KARLSSON
SKÍRNIR
XI
„En heyrðu, Mikael! Ertu þá að mæla með síendurteknum
skyndikynnum? Ertu að boða heimspeki kvennabósanna (the
playboy philosophy)?" Nei, nei. Alls ekki.
Að jafnaði er æskilegasti ástarlífsmáti ekki fólginn í endur-
teknum skyndikynnum. Slíkt ástarlíf er ekki eins gefandi og
djúpt og langvarandi ástarsamband þar sem tvær sálir sameinast í
eina. Um þetta er ég sammála Kristjáni og hinum siðprúðu Ey-
firðingum. Og ég er sammála Kristjáni og meirihluta siðfræði-
nema hans um að endurtekin skyndikynni hafa að jafnaði fleiri
ókosti í för með sér en hjónabandið eða „alvöruástarsamband“
(þótt því skuli ekki gleyma að jafnvel hjónaband er sjaldnast
vandræðalaust). Eg mæli þess vegna ekki með skyndikynnum
sem ástarlífsmáta. Þvert á móti finnst mér að slíkt ástarlíf sé afar
óheppilegur kostur fyrir flesta.
Gott hjónaband og hlýlegt fjölskyldulíf er yfirhöfuð langbesta
leiðin til farsældar og undirstaða alls félagslífs. Við eigum að gera
mun meira en við gerum til að tryggja stöðu hjónabands og fjöl-
skyldunnar. Hins vegar hef ég reynt í þessum lestri að draga í efa
að ástarlíf utan hjónabands, jafnvel kynlíf sem samanstendur af
skyndikynnum, þurfi að vera ámælisvert í eðli sínu; fyrir suma
getur það verið besti kosturinn af þeim sem eru fyrir hendi. Kyn-
líf af þessu tagi er oft til marks um djúpstæð vandamál - drykkju-
skap, þunglyndi, sorg, samskiptaerfiðleika - en það er ekki sjálft
vandamálið.
„En ef þess lags ástarlíf hefur marga ókosti í för með sér, og
alls kyns áhættu eins og þá (hugsanlega) að það ,gerir menn
grunna', er þá ekki ástæða til að fordæma það, á grundvelli
nytjaraka (eins og sveppatínsluraka)?“ Nei, ekki endilega. John
Stuart Mill, sem er talinn vera helsti nytjahyggjumaður sögunnar
(af þeim sem þekkja ekki Kristján) bendir sjálfur á það, að
breytni sem er óæskileg á mælikvarða nytjahyggju - breytni sem
hefur ekki heppilegustu afleiðingarnar í för með sér - er ekki þar
með röng, það er að segja siðferðilega röng. „Við tölum ekki um
ranga breytni, nema við teljum að refsa eigi manni fyrir að breyta
á umræddan hátt [...]. Hér virðast hin eiginlegu skil siðferðisins