Skírnir - 01.09.1996, Page 211
SKÍRNIR
TIL VARNAR LAUSLÆTI
457
og einfaldrar gætni liggja,“ segir Mill.24 Segjum að endurtekin
skyndikynni séu óheppileg eða óráðleg, á forsendum Kristjáns
eða á öðrum forsendum; eru þau þar með refsiverð? Það þyrfti að
minnsta kosti að sýna fram á það sérstaklega ef við ættum að for-
dæma slíkan kynslífsmáta, eða svo segir Mill. Og þótt við tækjum
ekki upp aðferð Mills til að greina siðferði frá gætni er það trú-
lega rétt hjá honum að við mælum oft gegn því sem við fordæm-
um ekki; og við bendum jafnvel á ókosti þess sem við mælum
ekki einu sinni gegn, eins og fallhlífarstökks. Hér er dæmi um at-
höfn sem ég sjálfur mælti gegn en fordæmdi ekki: Ein vinkona
mín keypti nýlega flugmiða til Lundúna fyrir 40.000 krónur. Ég
benti henni á að hún þyrfti ekki nauðsynlega að fara í ágúst og að
hún gæti keypt miða í september fyrir 20.000 krónur; ég mælti
eindregið með því að hún biði aðeins og keypti ódýrari miðann.
En ég taldi ekki að hún hefði brotið af sér siðferðilega með því að
kaupa þennan rándýra flugmiða.
Af þessu öllu má ráða að þótt endurteknum skyndikynnum
fylgi ýmsir ókostir eða einhver áhætta þýðir það ekki endilega að
ástæða sé til að fordæma þau. I besta falli sýna sveppatínslurökin
ein og sér að skyndikynni sem kynlífsmáti séu óráðleg eða flas-
fengin. Til þess að sýna að þau séu einnig siðferðilega röng eða
ámælisverð þyrfti mun sterkari rök, að mínum dómi.
XII
í stuttu máli er ég að segja í þessum lestri að allt lauslætistal, sem
og skírlífistal, tilheyrir hugmyndaheimi sem er að renna sitt skeið
á enda, og mætti flýta sér mín vegna. Hann býður upp á karl-
rembu sem ég hafna, ásamt Kristjáni, Anscombe og mörgum öðr-
um. Og hann elur á þeirri hugmynd, eða tilfinningu, að kynlíf
utan hjónabands (og reyndar allt kynlíf) sé slæmt í eðli sínu og
24 „We do not call anything wrong, unless we mean to imply that a person
ought to be punished in some way or other for doing it [...]. This seems to be
the real turning point of the distinction between morality and simple expedi-
ency.“ John Stuart Mill, Utilitarianism, V. kafli. Samanber íslenska orðið
vítavert, sem merkir yfirleitt nú á dögum siðferðilega rangt, ámœlisvert, en
sem ber upprunalega merkinguna refsivert.