Skírnir - 01.09.1996, Page 213
SKÍRNISMÁL
Stórt orð Hákot
Framlag til umræðu um háskólamál
MENNTAMÁL eru mikilvægur ÞÁTTUR samfélagsins og stöðugt er
rætt og ritað um skólamál almennt og um hvert skólastig sérstak-
lega, þ. á m. svo kallað háskólastig. En skilgreiningar háskólastigs
og háskólastarfa virðast óljósar og valda ýmsum misskilningi.1
Islendingum hefur verið tamast að telja nóg að hafa einn Háskóla
Islands og hugmyndir um víðtækt háskólastig hafa því virst fram-
andlegar. Hefur þetta meðal annars komið fram í þeim umræðum
sem hófust öðrum þræði vegna þess þrönga fjárhagsstakks sem
Háskóla íslands hefur verið skorinn, einkum á síðustu árum. I
þessu efni skal minnt sérstaklega á tillögur um skipulagsbreyt-
ingu Háskóla Islands, úr ríkisstofnun í sjálfseignarstofnun,2 svo
og á þau ummæli Sveinbjarnar Björnssonar rektors í Fréttabréfi
Háskóla Islands snemmárs 1996 að Háskóla íslands sé haldið
„í spennitreyju".3
Undirstöóuatvinnuvegur
Aukin almenn skólaganga er mikilvægur þáttur samfélagsþróun-
arinnar á Islandi undanfarna þrjá áratugi. Skólum hefur fjölgað
verulega, fjölbreytni námsframboðs hefur aukist um allan helm-
ing og almenn skólaganga er orðin miklu lengri en áður tíðkaðist.
Sérstaklega á þetta við um framhaldsskóla og háskóla í landinu.4
Upplýsingar, þekking og þjálfun eru orðnar einhverjar mikilvæg-
1 Hér verður miðað við það stig skólakerfisins sem á ensku er nefnt t.d. tertiary
sem aðgreint frá secondary og primary; þ.e. university level, college level (en
ekki junior college level), higber education, akademisk uddannelse, högre ut-
bildning, o.s.frv.
2 Sjá Á að breyta Háskóla íslands í sjálfseignarstofnun? (Nefnd um skoðun á
kostum og göllum þess ...) Desember 1995. Reykjavík, Hl.
3 Sjá Fréttabréf Háskóla íslands, 18. árg. 1. tbl. 1996. Reykjavfk, HÍ.
4 Sjá Jón Sigurðsson. 1988. „Expansion and Diversification. An Outline of the
Development of Secondary Education in Iceland 1966-1986“. San Rafael,
Columbia Pacific University. (Ritg. á rannsóknabókasöfnum.)
Skírnir, 170. ár (haust 1996)