Skírnir - 01.09.1996, Page 214
460
JÓN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
ustu auðlindir hagkerfisins, og að sama skapi er fræðslustarfsemin
orðin að undirstöðuatvinnuvegi. Til þessa hefur verið litið á hana
sem nokkurs konar aukagetu í atvinnulífinu, en á næstunni verður
það álit að breytast og fræðslumálefni verða að hljóta sams konar
forgang sem t.d. fiskveiðarnar hafa notið hingað til. Hlutverk og
staða fræðslunnar hefur og gerbreyst. I næstu framtíð verða rann-
sókna- og tilraunastofnanir í fræðslumálum jafnmikilvægar fyrir
lífsafkomu og möguleika þjóðarinnar og sams konar stofnanir í
fiskvinnslu, byggingariðnaði eða öðrum atvinnugreinum.
Þróun og efling háskólastigsins hófst seint hér á landi ef mið-
að er við framvinduna í nágrannalöndunum beggja vegna hafsins.
Gamlir fordómar urðu hér mjög lífseigir og hafa enn ekki horfið
með öllu. Ef til vill stafar landlægur misskilningur á þessu sviði
meðal annars af orðalagi. Það varð að ráði á sínum tíma að þjóð-
skólahugmynd Jóns Sigurðssonar forseta, í breyttri mynd reynd-
ar, var nefnd Háskóli Islands. Almennt virðast hugmyndir manna
hérlendis lengi síðan hafa miðast við að orðin háskóli og háskóla-
stig séu í raun samheiti og að slíkar stofnanir hafi allar sömu meg-
ineinkenni, markmið og samfélagsstöðu, og að allt þetta hljóti að
taka mið af því sem tíðkast í Háskóla Islands í Reykjavík. Jafn-
framt hefur falist í þessum misskilningi sú afstaða að eina alþjóð-
lega fyrirbærið sem máli skiptir í þessu efni sé Universitas, uni-
versitet, Universitát, university og université, enda þótt alkunna
sé að stofnanir á háskólastigi erlendis eru af ýmsu öðru tagi.5
Þegar hugmyndir komu fram hér á landi um aðrar tegundir
háskóla sem ekki voru sambærilegir við Háskóla íslands fannst
ýmsum að í þessu væri eitthvað nýstárlegt og grunsamlegt á seyði
og eiginlega væru menn að veifa fölsku flaggi, líklega helst til
upphefðar sjálfum sér. Yfirvöldin voru í fyrstu í nokkrum vafa
um hvað nefna skyldi þetta framtak. Um tíma var af hálfu hins
5 Af mörgu er að taka í þessu efni: Universitetscenter, college, polytechnic,
hajskole, högskola, Hochschule, Fachhochschule, Gesamthochschule, Berufs-
akademie, community college, distriktshojskole, business college, handels-
hajskole, teknikum, svo og margs konar institutes eða schools for higher
studies eða for further studies; enn má nefna école normale supérieure, école
des hautes études, institute of technology, Beamtenhochschule, Technische
Hochschule, Collége, og mörg önnur afbrigði og heiti sem þekkt eru víða.