Skírnir - 01.09.1996, Page 218
464
JÓN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
sem einkenna háskólastofnanir. Skulu nokkrir meginþættir
nefndir til glöggvunar, en aðeins lauslega með efnið farið.
Mjög fjölbreytilegt er hvernig háttað er skilum stofnunarinnar
andspænis fyrra skólastigi, t.d. varðandi inngönguskilyrði. Kunn
eru dæmi um mjög náin tengsl við fyrra skólastig og auðvelt flæði
námsmanna á milli, en einnig eru kunnar stofnanir sem leggja að-
aláherslu á eigin skilyrði og eigin inntökuprófanir án formlegs til-
lits til fyrri skólagöngu eða fræðslukerfis.
Enn fremur er það með ýmsum hætti hvernig starfið skiptist í
rannsóknir og í frœðslu námsmanna og leiðsögn við þá. Miklu
getur varðað hvort stofnun er fyrst og fremst rannsóknastofnun
eða kennslustofnun. Þegar nánara er að gætt kemur í ljós að
margvíslegur stigsmunur er á einstökum háskólum, háskólastofn-
unum og háskóladeildum að þessu leyti.
Þá má enn vega og meta hve mikil áhersla er lögð á svo nefnd-
ar hrein-fræðilegar eða kennilegar vísindarannsóknir og hve mikil
á hagnýtingu, beitingu eða túlkun niðurstaðna úr rannsóknum. I
sumum stofnunum eru sérfræðistörf og ráðgjöf viðurkennd að
einhverju marki eða til jafns við rannsóknir. Kunn eru dæmi þess
í listaháskólum að listsköpun kennara sé metin sem jafngildi
rannsókna og í viðskiptaháskólum að ráðgjafarstörf séu þannig
metin og jafnvel stjórnarseta í fyrirtækjum.
Stofnanir skiptast innbyrðis eftir því hve mikil áhersla er lögð
á undirbúning til vísindalegra starfa og rannsókna og hve mikil á
undirbúning til annarra starfa. Þá er annars vegar átt við stjórn-
sýslu- og embættisstörf af einhverju tagi og hins vegar störf á
öðrum sviðum samfélagsins, svo sem á sviði heilsugæslu, í menn-
ingarlífi, við verklegar og tæknilegar framkvæmdir eða í öðrum
greinum atvinnulífsins.
Innbyrðis eru háskólastofnanir mjög ólíkar eftir því hve mörg
svib viðfangsefna eða fræða þær annast hver um sig, t.d. með
sjálfstæðum deildum eða sérskólum, eða hvort stofnun einbeitir
sér að einu sviði, einni grein, eða aðeins fáum saman.
Það hefur og sitt að segja hvort stofnunin er sjálfstæbur aðili
eða hluti stærri heildar, svo sem ríkisvaldsins, almannasamtaka
eða fyrirtækjasamtaka, og hvort hún leikur einhver tiltekin
stjórnunar-, þjálfunar- eða ráðgjafarhlutverk í slíkri heild.