Skírnir - 01.09.1996, Page 220
466
JÓN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
Flokkar og tegnndir stofnana
A grundvelli þeirra atriða sem nefnd hafa verið hér framar og
annarra svipaðra er stofnunum á háskólastigi skipt í mjög marga
flokka og tegundir. Einkenni, flokkun og skilgreiningar fara
einnig talsvert eftir löndum og ríkjum og eiga sér sögulegar for-
sendur. Algengustu tegundir háskólastofnana í nágrannalöndum
Islendinga verða nefndar hér á eftir í grófum dráttum.
Fyrst skal nefna frœða- og vísindasetur, fjölfrœðasetur ebzfjöl-
vísindasetur, margfræðasetur eða jafnvel alfræðasetur. Þessi orð
eru tilraun til að þýða nokkuð af merkingu latneska orðsins
Universitas, en orð af þessum stofni eru notuð í flestum Vestur-
landamálum um þessa sögufrægu og algengu tegund rannsókna-,
fræðslu- og vísindastofnana.11 Slík stofnun er oftast í reynd
þyrping mismargra allsjálfstæðra stofnana eða skóla, þar sem
veruleg áhersla er lögð á rannsóknir auk fræðslu og annarra
starfa. I mörgum slíkum setrum er reyndar meiri áhersla lögð á
rannsóknir en fræðslu, en dæmi eru einnig um hið gagnstæða.
Mörg fræða- og vísindasetur spanna fjölbreytilegustu fræðigrein-
ar og ólíkustu viðfangsefna- og vísindasvið en önnur sinna til-
teknu úrvali fræðigreina.12
Næst skal nefna rannsóknastofnanir sem margar eru sérhæfð-
ar á tilteknu sviði. Sumar stunda fræðslu og þjálfun að einhverju
marki með öðrum störfum sínum en aðrar ekki.
Stjórnsýsluskólar starfa gjarnan í tengslum við ríkisvaldið og
stofnanir þess. Margir slíkir skólar starfa að ráðgjöf í stað eigin-
11 Hér er í tilraun til þýðingar gengið í spor Sveinbjarnar Björnssonar rektors
Háskóla Islands. - Líklega hafa Færeyingar hitt naglann snilldarlega á höfuð-
ið: F^roya Fródskaparsetur. - í Þýskalandi eru dæmi þess að háskóli hafi
hlotið nafnið Hochschule þrátt fyrir vilja til að fá nafnið Universitat vegna
þess eins að innan hans væri ekki sérstök guðfræðideild. - I Bretlandi varð
áratugalangt karp um það hvort stofnun skyldi heita university eða
polytechnic enda þótt enginn eiginlegur munur væri á starfsháttum, fræðilegri
breidd, markmiðum eða stöðu að öðru leyti. Átökum þessum lauk með því að
stofnanir fengu að ráða þessu sjálfar að uppfylltum skilyrðum hver á sínum
vettvangi. - Reyndar er orðanotkun í ensku máli og fleiri tungum um háskóla-
stofnanir mjög á reiki, m.a. af sögulegum og staðbundnum ástæðum.
12 Auk seturs hafa menn notað: stöð, mióstöó, stofnun, ver sem síðari nafnlið. í
sambærilegri merkingu tala menn um rannsóknaháskóla til aðgreiningar frá
t.d. kennsluháskóla.