Skírnir - 01.09.1996, Page 227
SKÍRNIR
STÓRT ORÐ HÁKOT
473
Stöðugt vaxandi kröfur
Það er hverju nútímasamfélagi mikil nauðsyn að á háskólastiginu
sé nokkur fjölbreytni og ekki allt lagt í eina greip, æskileg keppni
sköpuð milli stofnana og hæfilegt frjálsræði tryggt til örvunar,
frumkvæðis og framþróunar.20 Stöðugt eru vaxandi kröfur og
þarfir um öflun og mótun þekkingar með rannsóknum og um úr-
vinnslu hennar, um túlkun niðurstaðna úr hvers konar rannsókn-
um, um rækilegan undirbúning athafna og framkvæmda, og um
þjálfun og fræðslu og miðlun þekkingar og leikni í því sambandi.
Þessi viðleitni er í raun grundvallaratriði sjálfstæðs menningar-
og atvinnulífs og nútímasamfélags sem hyggst halda í við
nágrannaþjóðirnar í framför, menningu og velmegun. Af þessum
ástæðum er sérstaklega mikilvægt að skólar, ekki síst háskóla-
stofnanir, séu ekki allir skipulagðir og starfræktir á sama hátt.
Fjölbreytni, lipurð, sveigjanleiki, mismunandi skólagerðir og
ólíkar aðferðir og leiðir eru forsendur þess að árangur verði sem
mestur og bestur þegar á heildina er litið. Hafa verður í huga sem
fyrr að fræðslustarfsemin er undirstöðuatvinnuvegur tækni- og
upplýsingaþjóðfélagsins. Viðleitnin til að móta og framfylgja
heildarskipulagi og rammaáætlunum er mikilvæg og sjálfsögð, en
hún verður að markast af þörfinni á því að ná sem mestum og
bestum árangri þegar á allt er litið. Yfirleitt er út í hött að segja
fyrir um eða reglubinda sköpunargleði, frjómátt og árangur til-
rauna. í öllu þessu geta litlu bátarnir í flotanum reynst happa-
drjúgir, ekki síður en stórskipin.
í þessu efni ber sérstaklega að fagna þeirri keppni sem vart
hefur orðið í samskiptum íslenskra háskóla, einkum Háskóla
20 Það er lærdómsríkt að framhaldsskólabyltingin hér á landi gerðist án þess að
fyrir hendi væru almenn lög um framhaldsskólastigið og jafnvel nutu menn
einmitt frjálsræðisins og svigrúmsins sem af þessu hlaust. Sjá Jón Sigurðsson.
1988. „Expansion and Diversification". - Hið sama á við um háskólastigið.
Drög að frumvarpi til laga um háskóla almennt sem fyrir lágu af hálfu Sam-
starfsnefndar um háskólastigið í árslok 1994 bera greinilega með sér viljann til
að halda sem flestum skynsamlegum leiðum opnum til fjölbreytni, tilrauna og
nýsköpunar.