Skírnir - 01.09.1996, Page 228
474
JÓN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
íslands og Háskólans á Akureyri. En rækt verður að leggja við að
þessi keppni - og jafnvel streita - sé og verði frjó og uppbyggileg
en ekki andúð eða neikvætt niðurrif. Reyndar er ástæða til að
ætla að vel hafi tekist til um mismunandi áherslur íslenskra há-
skólastofnana. Þannig er verulegur munur á innbyrðis-áherslu
sem lögð er á fræðslu annars vegar og rannsóknir hins vegar við
íslenska háskóla, svo og á hrein-fræðileg eða hagnýt viðfangsefni,
auk þess sem verulegur munur er á námsbrautum, námsefni og
fræðsluháttum þótt tilheyri sama eða sambærilegu fræðasviði.
Hvað rekstrarfræði snertir, sem hér var áður nefnd, er t.d. ótví-
ræður mismunur og heppileg fjölbreytni þegar litið er á Háskóla
Islands, Háskólann á Akureyri, Tækniskóla Islands og Sam-
vinnuháskólann á Bifröst. Ekki leikur vafi á að fyrirætlanir Verzl-
unarskóla íslands um verslunarháskóla geta, ef menn vilja, aukið
þessa fjölbreytni á mjög æskilegan hátt án þess að á nokkurn
hinna verði hallað. Svipuðu máli gegnir vafalaust um öll
mikilvægustu svið sem væntanlega munu laða stærstu náms-
mannahópana að sér, svo sem ferðamálafræði, matvælafræði,
sjávarútvegsfræði, tæknifræði og iðnfræðigreinar, uppeldis- og
kennslufræði, hjúkrunarfræði og aðrar heilsugæslugreinar, og
svið sem snerta ýmsa aðra þjónustu og skrifstofustörf, viðskipta-
fræði og stjórnsýslugreinar, svo sem lögfræði og stjórnmálafræði.
Heppilegast er að þessum fjölmennustu viðfangsefnum verði
sinnt í fleirum en einni stofnun, ef nokkur vegur er kostnaðar og
annarrar fyrirhafnar vegna, til að skapa fjölbreytni, æskilegt að-
hald og samkeppni. Sum þessara efnissviða eru þjóðinni svo mik-
ilvæg að það er beinlínis brýnt stefnumið að þeim verði alls ekki
sinnt aðeins í einni stofnun af einum samstarfsmannahópi, heldur
þvert á móti víðar og af aðgreindum hópum sérfræðinga. Slíkt
getur verið nauðsynlegt lágmark til að skapa nægilegan innri
kraft, lifandi hreyfiorku, í störfunum.
Ef til vill hefur Islendingum þrátt fyrir allt tekist að leggja
þokkalegan grunn að samræmdu og samstæðu háskólastigi enda
þótt þróunin fram til þessa virðist hafa verið tilviljanakennd að
ýmsu leyti. Minnt skal á að Samstarfsnefnd um háskólastigið nær
til allra eða allflestra háskóla í landinu og fjallar sameiginlega um
málefni háskólastigsins undir forsæti rektors Háskóla íslands og