Skírnir - 01.09.1996, Page 231
SKÍRNIR
MÖRG ANDLIT AKASÍUTRÉSINS
477
orðin tóm, bókstafir sem flöktu á síðum ljóðabókar. Þetta hótel var ekki
hótel heldur ljóð þar sem eftirfarandi spurningum var varpað frarn:
„Hver gefur orðunum vængi? Hver gefur vængjunum orð?“ Svarið var
að finna á kápu bókarinnar: Sigurður Pálsson.2 Innandyra voru „Dumb-
rauð útflúruð teppi“, hægir stólar og lyktin „unaðsþreytt". Blómin
sprungu út á veggfóðrinu. Þar mátti sjá Grím Thomsen biðja um mjólk-
urkaffi („Eg hefði búist við öðru / af myndinni af honum“), styttuna af
Balzac hnerra. Allt var á stangli og öllu laust saman: fjallabláklukku og
ljósastauraljóma, neonljósin blikkuðu.3 Eg var hins vegar enn með gamla
hótelið og drykkfelldu bræðurna í huganum og átti erfitt með að koma
veruleika mínum heim og saman við myndhverfða veröld skáldsins. Það
var ekki fyrr en löngu síðar þegar ég var búinn að lesa ljóðabækur Sig-
urðar Pálssonar oftar en einu sinni sem ég áttaði mig á því að orð eru líka
veruleiki; jafnvel pepsískiltið á gamla hótelinu sem var löngu hætt að
blikka bjó yfir táknrænni merkingu þótt það öðlaðist hvorki tilveru né
þyngd í huga mínum á þeim tíma. Um leið rann upp fyrir mér að hótel
er ekki aðeins gisti- og veitingahús, oftast nær á mörgum hæðum, heldur
einnig hugmynd um hótel á sama hátt og þetta hótel bernskuminningar-
innar var lítið annað en von eða gamall draumur um arðvænlegan veit-
ingarekstur sem aldrei rættist. „Hótel vonarinnar" er því víðar en í París,
víðar en í þriðju ljóðabók Sigurðar Pálssonar. Það er alls staðar þar sem
orðin fá vængi; þar sem blekkingavefur rúms og tíma leysist sundur, þar
sem birtan er fjölkunnug og dagarnir „Boðberar líkingalausra nátta".4
Það er alls staðar þar sem hugmynd mætir veruieika án þess að verða að
veruleika; þar sem von hverfist í handhægan söknuð.
II
nóttin er til þess að gráta í
til þess að hvolfa útí skurð í
brjóta allt í kássu í
til þess að (æ hvers vegna
þú vinur) deyja í
(„smámunir III“, 1975, s. 79)
Eg er feginn
að sjá ekki til sjávar
(„Glugginn minn“, 1993, s. 43)
2 Þessar ljóðlínur er að finna í sjöunda ljóðinu í „Hóteli vonarinnar", s. 36.
3 Ég ráfa hér stefnulaust milli „herbergja" hótelsins númer eitt, tvö, sjö og átta.
4 Sjá „Hótel vonarinnar“, fyrsta, annað og þriðja ljóð.