Skírnir - 01.09.1996, Blaðsíða 238
484
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
isbækur Forn-Grikkja á tímum Platons sem kölluðust hypomnemata og
Foucault gerði að umræðuefni í viðtali árið 1983.12 I þær skráðu
Grikkirnir ýmsar tilvitnanir, brot úr verkum sem þeir höfðu lesið, upp-
lifanir hversdagsleikans og hugsanir sem á þá leituðu. Hypomnemata var
þeim einskonar leiðarvísir fyrir daglega hegðun. Ekki var um að ræða
„skýrslu“ helgaða baráttu mannsins við freistingar eða hispurslausar frá-
sagnir af hvatalífi; minnisbókin gegndi ekki hreinsunarhlutverki játning-
arinnar heldur var hún tæki eða aðferð manns til að rækta samband sitt
við sjálfan sig. Grikkirnir lýstu ekki hinu ólýsanlega, þeir leituðust ekki
við að afhjúpa hið dulda eða segja hið ósagða, heldur söfnuðu þvert á
móti því saman á einn stað sem áður hafði verið sagt og hafði ótvíræða
þýðingu fyrir þeirra eigin tilveru. Minnisbókin kallaði þannig á lestur og
íhugun þar sem markmiðið fólst í sjálfsmótun sem einkenndist af því að
bera umhyggju fyrir sjálfum sér. I þriðja bindi Sögu kynferðisins bar
Foucault þessa forn-grísku minnisbókahefð saman við það er heilagur
Antóníus hvatti trúbræður sína til að skrá athafnir sínar og sálarhrær-
ingu; skrifin skyldu á vissan hátt koma í stað augnaráðs meðbræðranna.
Munurinn er sláandi. Munkunum var gert að leita hins dulda, leiða í ljós
hvatir sínar og þrár; freistingar næturinnar, eins og Foucault orðar það.
Á meðan Forn-Grikkinn Xenófón skráði niður upplýsingar um matar-
æði sitt hvatti Antóníus félaga sína til að halda skrá yfir drauma og inn-
lima á þann hátt áður óafhjúpuð svæði sjálfsins í texta. Þar með var mik-
ilvægt skref stigið í átt til lýsingar sjálfsins að mati Foucaults, en hann
leit á sjálf hins kristna manns sem túlkunarfræðilegan veruleika, óljósan
texta sem krafðist stöðugrar túlkunar og eftirgrennslunar.13
myndir Foucaults um siðfræði og sifjafræði sjálfsverunnar sem hann setti fram
undir lok ævi sinnar. Sjá til dæmis James W. Bernauer: „michel foucault’s
ecstatic thinking“. the final foucault. Ritstj. James W. Bernauer og David Ras-
mussen. The MIT Press, 1991, s. 45-82, og bækur Foucaults um sögu kynferð-
isins, sjá The Use of Pleasure. The History of Sexuality. 2. bindi. Penguin
Books, 1985, og The Care of the Self. The History of Sexuality. 3. bindi. Peng-
uin Books, 1986.
12 Sjá Hubert L. Dreyfus og Paul Rabinow: „On the Genealogy of Ethics: An
Overview of Work in Progress." Michel Foucault: Beyond Structuralism and
Hermeneutics. Önnur útgáfa. The University of Chicago Press, 1983, s. 229-
52. I óprentaðri M.A.-ritgerð minni í íslenskum bókmenntum við H.Í., sem
skrifuð var undir handleiðslu Matthíasar Viðars Sæmundssonar, geri ég nánari
grein fyrir hugmyndum Foucaults um sjálfstækni frá tímum Forn-Grikkja og
fram á okkar daga. Sjá „Gefðu mér veröldina aftur. Um sjálfsævisöguleg skrif
á átjándu og nítjándu öld með hliðsjón af hugmyndum Michels Foucault",
1995.
13 Sjá sama rit, s. 245-52, og Geoffrey Galt Harpham: The Ascetic Imperative in
Culture and Criticism. The University of Chicago Press, 1987, s. 13-14.