Skírnir - 01.09.1996, Page 239
SKÍRNIR
MÖRG ANDLIT AKASÍUTRÉSINS
485
Á bak við ljóð Sigurðar Pálssonar er ekki aðeins hrifnæmt skáld sem
leitast við að gæða líf okkar merkingu í Ijóðrænni hugljómun. Ef höf-
undarverk hans er skoðað út frá hugmyndum um sjálfstækni verður
nærtækara að tala um sjálf sem rætur sínar á í nútímaviðhorfi franska
skáldsins Charles Baudelaire (1821-1867) og Foucault gerði að umfjöll-
unarefni í grein sinni „Hvað er upplýsing?" árið 1984.14 I henni varpaði
Foucault fram þeirri hugmynd að réttara sé að líta á nútímann sem „við-
horf“ eða það sem Grikkir kölluðu eþos, en sem sögulegt tímabil. Sam-
kvæmt hugmyndum hans var Baudelaire sá nítjándu aldar maður sem á
hvað gleggstan hátt gerði sér grein fyrir þessu viðhorfi með því að skil-
greina hið nútímalega sem „það sem er stundlegt, rennur úr greipum
manns, mótast af tilviljunum" (s. 394). Baudelaire áleit að það að vera
nútímalegur fælist ekki í því „að viðurkenna og sætta sig við þessa eilífu
hreyfingu" heldur ættum við þvert á móti að tileinka okkur ákveðna af-
stöðu til hennar: „Nútíminn er ekki næmi fyrir hinu forgengilega núi;
hann er viðleitni til að ,hetjugera‘ hina líðandi stund“ (s. 394-95). Slík
hetjugerving var að áliti Baudelaires íronísk; helgun hinnar líðandi
stundar er ekki ætlað að gera hana eilífa. Hann hélt því fram að ekki væri
„hægt að aðgreina dálæti nútímaviðhorfsins á líðandi stund frá ákafanum
sem í því felst að ímynda sér hana öðruvísi og að umbreyta henni, ekki
með því að eyðileggja hana heldur með því að nema sérkenni hennar“
(s. 396). I nútímaviðhorfinu felst þannig ekki aðeins visst samband við
nútíðina heldur einnig samband sem manninum er nauðsynlegt að koma
á við sjálfan sig: „Að vera nútímalegur er ekki að sætta sig við sjálfan sig
eins og maður er í straumi líðandi stundar; það er að verða sjálfur að við-
fangsefni flókinnar og erfiðrar sköpunar", eins og Foucault orðar það
(s. 396). Nútímamaðurinn er meinlætamaður í þeim skilningi að hann
leitast við að búa sjálfan sig til, finna sjálfan sig upp í andstöðu við þá
vísindalegu eða siðferðilegu þekkingu sem skilgreinir hann.15 Þau þrjú
atriði sem Baudelaire áleit að fælust í nútímaviðhorfinu - hetjugerving
14 Sjá „Hvað er upplýsing?" sem birtist í þýðingu Torfa H. Tuliniusar í haust-
hefti Skírnis árið 1993, s. 387-405. Grein þessi var viðbragð við grein sem
þýski heimspekingurinn Immanuel Kant skrifaði tvöhundruð árum fyrr þar
sem hann túlkaði upplýsinguna sem lausn mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis
sem hann á sjálfur sök á (sjá þýðingu Elnu Katrínar Jónsdóttur og Önnu Þor-
steinsdóttur á grein Kants í hausthefti Skírnis 1993, s. 379-86). Foucault leit á
grein Kants sem nokkurs konar upphafspunkt að heimspekilegri orðræðu
nútímans og sá í skrifum hans skissu að viðhorfi nútímans. Viðhorfið tengdi
hann annars vegar við sjálfssköpun Baudelaires en hins vegar við eigin
greiningu á almennum atriðum „varðandi samband okkar við hlutina, við aðra
og við okkur sjálf“ (s. 405). Til greinar Foucaults mun ég vísa hér eftir með
blaðsíðutali innan sviga í meginmáli.
15 Eins og sjá má notar Foucault hugtakið meinlcetalifnaður í víðari merkingu en
almennt tíðkast. Sjá „On the Genealogy of Ethics", s. 241.