Skírnir - 01.09.1996, Page 241
SKlRNIR
MÖRG ANDLIT AKASÍUTRÉSINS
487
(1982, s. 73). Að baki ljóðaflokki hans um „Miðbæinn í Reykjavíkurborg
I-XXX“ í Ljóð námu land (s. 65-79) býr áþekk kennd og hægt er að
ímynda sér að gripið hafi Benedikt Gröndal á rölti hans um Reykjavík
fyrir um það bil hundrað árum.18 Skáldlegar myndir safnast upp uns úr
verður sundurlaus heild sem varpar í senn ljósi á skáld og heim. Á föstu-
degi um haust er „Vor í lofti / á götunum við ríkin“ (s. 65), Utvegs-
bankaklukkan snýst hringlaga (s. 67) og „Andskotans þyngdarlögmálið/
ræður sér ekki fyrir kæti“ (s. 73): „Höggmyndir stíga niður / Frakka-
klæddar / Hugmyndir hlaupa upp / og niður / hringstigann á hótelinu"
(s. 70). Líkt og Gröndal er Sigurður ekki á stefnulausri skemmtigöngu;
hann lætur sér ekki nægja að virða fyrir sér það sem fyrir augu ber -
„horfa og safna endurminningum“, svo vitnað sé til fyrrnefndrar upplýs-
ingargreinar Foucaults (s. 395) - heldur umbreytir hann líðandi stund
með því að nema sérkenni þess sem á vegi hans verður: fangelsisþakinu
er líkt við dökkar kexkökur, musteri borgarlandslagsins standa „sterkari
en sinnep" (s. 66). Á ferðalagi sínu um borgina er skáldið einfari gæddur
líflegu ímyndunarafli sem hefur, með orðum Baudelaires, „æðra mark-
mið en einfaldur vegfarandi, almennara markmið sem er annað en hin
stundlega ánægja sem aðstæðurnar veita honum“ (s. 395).
Gröndal segir frá því þegar hann stillir úrið sitt hjá úrsmiðnum: „og
var ég raunar feginn að komast út, því klukkuargið þar inni ætlaði að æra
mig; þar voru eitthvað hundrað klukkur og gengu allar, og allar vitlaust“
(243). Ganga hans er tilviljanakennd; hann lendir á kjaftatörn við hina og
þessa um aðskiljanlegustu málefni, þiggur rjúpu fyrir hönd náttúrusafns-
ins og ýjar að vandkvæðum þess „að lýsa í stuttu máli öllu því, sem flýg-
ur í gegnum höfuðið á manni“ (s. 258). Hið eina sem liggur Ijóst fyrir er
ákvörðunarstaðurinn sem hann nær ekki fyrr en orðið er skuggsýnt og
„farinn að þreytast á þessum endalausu krókstigum, sem voru orðnir
eins flóknir og völundarhúsið á Egyptalandi" (s. 255). I bálki Sigurðar
ekur rakarinn á Skálanum sér með hlátrasköllum, „Skrækróma kona að
austan / biður um ábót“ (s. 68) og „Rák á himni / hallar sér upp að hljóð-
múrnum / Fjarri ættjarðarljóðunum" (s. 73). Skáldið hefur misst sjónar á
heiminum en sér hann skyndilega aftur í taumlausum vortryllingi, laus
við allt rusl og ryk; veröldin verður eins og „nýgrænkuð jörð á vordegi":
18 Borgarskáldið Sigurður Pálsson er efni í aðra grein og þá ekki aðeins Reykja-
víkurskáldið heldur einnig Parísarskáldið. Óhætt er þó að varpa því fram hér
að fersk sýn hans sem útlendings á erlenda stórborg setur mark sitt á það
hvernig hann tákngerir Reykjavík - sem verður ekki söm aftur - þar sem
styttur af skáldum, kaffihús og umrenningar eru áberandi. Sjálfur er Sigurður
uppáklæddur með yfirvaraskegg fyrir löngu runninn saman við borgar-
landslagið eins og ás eða skógarhæð; ég mætti honum nokkrum sinnum í mið-
bænum meðan ég vann að þessari grein.