Skírnir - 01.09.1996, Page 243
SKÍRNIR
MÖRG ANDLIT AKASÍUTRÉSINS
489
því samhengi nægir að nefna titilljóð kaflans (s. 55), „Veitingahúsið Van
Gaalen“ (s. 58-59) og „Jólanótt" (s. 60-61). Lestrarnautnin felst hér ekki
í tilþrifum í stíl eða orðheppni heldur gera ljóðin okkur á einhvern hátt
kleift að lifa með höfundi sínum sem yfirgefur textann og stígur til okk-
ar, ekki sem eining heldur safn töfra; farvegur örfárra fíngerðra og
óskynsamlegra smáatriða: saltbréfa sem tákna í senn eilífa útþrá og eilífa
heimþrá; einhvers sem skáldið átti að muna í sambandi við veitingahúsið
Van Gaalen en er að eilífu horfið („Var það eitthvað sem mjóslegni
þjónninn Paco sagði mér eitthvert kvöldið þegar sólmettaðir ferðalangar
sátu lengi í makindum og nutu fiskiréttanna", s. 58).20 Sú leið sem Sig-
urður fer í því að rækta tengslin við sjálfan sig kemur jafnframt vel fram í
ljóðinu „Ávöxtum jarðarinnar" þar sem fundur rykfallins eintaks sam-
nefndrar bókar eftir franska rithöfundinn André Gide vekur endurminn-
ingu sem rennur saman við lestrarnautn: „Slyppur sest ég á bekk í mildri
síðdegissól og les safaríka ávextina og bergi af þrotlausum lindum"
(s. 57). Lesturinn verður að dýrðaróði til lífsins, ekki ósvipuðum þeim
sem finna má í verki Gide sem hann skrifaði helsjúkur af berklum undir
lok síðustu aldar.
Mörg ljóð Sigurðar einkennir nánast barnsleg trú á eigin mátt til að
nema völd í hugum lesenda og grípa inn í eða hafa áhrif á tilveru þeirra.
Lesendum er á vissan hátt ætlað að finna sjálfa sig upp með því að sjá
heiminn í nýju ljósi. í ljóðum hans er þannig ekki aðeins að finna hvatn-
ingu til að þrjótast úr viðjum venjumálsins heldur einnig til að uppgötva
nýja veruhætti, upplifa okkur í umhverfi sem gefur fyrirheit um ævin-
týri, völd og gleði. Um leið ógna þau viðtekinni þekkingu okkar og öllu
því sem við erum; þau fjalla um ný orð og nýjar gerðir. I anda nútíma-
viðhorfsins felst viðhorf Sigurðar til upplýsingarinnar í stöðugri gagn-
rýni sem „er í senn söguleg gagnrýni á þær takmarkanir sem okkur eru
settar og tilraun til að komast út fyrir þær“ (s. 404), svo vitnað sé aftur til
Foucaults. Ljóðlistin er gerð að grundvallarþætti þess að lifa merkingar-
bæru lífi hér og nú og hvetur til þeirrar sjálfssköpunar sem Baudelaire
fjallaði um og verður ekki felld í fjötra skynsemishyggjunnar:
Að vakna
Er að skapa heiminn
Á hverjum morgni
Ur horfinni reglu og röð
Óreiðu svefns og drauma
[■•■]
20 Ég vinn hér með hugmyndir franska táknfræðingsins Rolands Barthes um
ævisögulega „fleyga“ (biographem). Sjá bækur hans Sade, Fourier, Loyola.
Hill and Wang, 1971, s. 3-10, og Camera Lucida. Reflections on Photography.
Flamingo, 1984, s. 30.