Skírnir - 01.09.1996, Page 244
490
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
Draga net draumanna
Sjá fiskana leysast upp
I dagsbirtu vökunnar
Sýnirnar og draumorðin hverfa hægt
Aður en setningar falla að nýju
I gamla farvegi kunnuglegt skipulag
Vekjaraklukkunnar reglustikunnar
(„Að vakna“, 1995, s. 10)
IV
Þegar lögreglan kemur á að veifa Ljóð námu völd eftir
Sigurð Pálsson til sönnunar því að allt sé þetta samkvæmt
bókinni.
(„Nokkrar verklegar æfingar I atburðaskáldskap", 1990, s. 52)
Þrátt fyrir tengslin við ævafornar minnisbækur á sjálfstækni Sigurðar sér
hugmyndalegan grundvöll í því rofi sem Michel Foucault álítur að átt
hafi sér stað í evrópskri hugsun undir lok átjándu aldar.21 Það fólst fyrst
og fremst í því að hið gegnsæja tungumál klassíska tímans (1650-1800)
varð ógegnsætt eða torskilið. Tengsl tungumáls og þekkingar rofnuðu;
tungumálið margfaldaði sig út í hið óendanlega á vettvangi bókmennt-
anna þar sem orðið hefur ekki aðra skírskotun en sjálft sig, gerir ekki
annað en skína í birtu sinnar eigin tilveru. Hugtök sprengdu utan af sér
klassískar hugmyndir um þekkinguna sem lýsingu hins sýnilega; hið
ósýnilega varð lykilatriði vísindanna, hvort sem var á sviði málfræði eða
náttúrusögu. Menn beindu sjónum sínum að duldum formgerðum sem
þeim reyndist örðugt að færa í orð; veruleika sem var að þeirra áliti dýpri
og þéttari en lýsingin sjálf. Samanburði og reglu hinna klassísku vísinda,
þar sem áhersla var lögð á sérkenni, samfellda og sýnilega formgerð, var
skipt út fyrir stórkostleg, dulin öfl. Á sama tíma varð tungumálið háð
hugmyndum mannsins um sjálfan sig og heiminn. Hugmyndir um miðl-
unarhæfi tungumálsins og vanda sjálfsverunnar urðu ekki aðskildar og
21 Sjá The Order of Things. An Archaeology of the Human Sciences. Routledge,
1986; einkum kaflana „Labour, Life, Language" og „Man and his doubles",
s. 250-343. Af íslenskum greinum sem fjalla um sögusýn og hugsunarkerfi
Foucaults má benda á „Tilurð höfundarins. Efling sjálfsverunnar á átjándu og
nítjándu öld í ljósi íslenskrar skáldskaparfræði" eftir Þröst Helgason sem birt-
ist í hausthefti Skírnis, 1995. Sjá einkum bls. 280-84. Matthías Viðar
Sæmundsson ræðir einnig sömu atriði í grein sinni „Orð og hlutir. Um hugs-
unarkerfi Michels Foucaults" í greinasafninu Myndir á sandi. Greinar um
bókmenntir og menningarástand. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands,
1991, s. 138-45.