Skírnir - 01.09.1996, Side 246
492
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
Þetta ljóð úr nýjustu bók Sigurðar varpar skýru ljósi á þá hlið höfundar-
verks hans sem snýr að andstöðu gegn orðræðu rökvitsins og viðleitni
vísindanna til að skipuleggja heiminn og kasta um leið eign sinni á mann-
inn. I skáldskap hans felst tilraun til að brjótast út fyrir opinbert og við-
urkennt skipulag heimsins, þá flokkun fyrirbæra sem þegar upp er staðið
reynist ekki „sjálfsögð“ heldur mannleg aðgerð sem ofin er inn í hugsun
hvers tíma. Ljóð hans lýsa leit að nýju samræmi, nýju „skipulagi" þar
sem mætti líkinga og myndhverfinga er stefnt gegn flatneskju opinberrar
orðræðu, sjálfsögðu tungumáli og viðtekinni heimsmynd. Um leið hvetja
þau okkur til að gera skáldskapinn og hinar „vitfirrtu" rætur hans að
leiðarljósi tilverunnar: handbók eða leiðarvísi.23
Þrátt fyrir goðsögulegan undirtón nokkurra kvæða Sigurðar tekst
hann fremur á við nútímann og upplýsinguna innanfrá, ef svo má að orði
komast. Þótt Ljóðlínuskip hefjist á dýrlegu augnabliki heimsköpunar eru
upphafsbálkar bókarinnar fyrst og fremst vægðarlaus greining á villuráfi
mannkynsins, og lýsa „vegferð mannsins frá því sögur hófust og til dags-
ins í dag“24, með áherslu á vonlítið hlutskipti mannsins innan upplýstrar
heimsmyndar. Skipið siglir raunar út úr slíkri heimsmynd þar sem leið
þess liggur um jörðina og aldirnar. Rýmið er umfram allt ekki endanlegt
eða kortlagt: „Æ við héldum einu sinni / að vegleysur sjávarins / væru
endanlegar þrátt fyrir allt / Staðfræði geimsins og heimsins / yrði lýst“
(„Hafvillur II“, 1995, s. 27). Þar ríkja ekki gamalgróin lögmál um það
„hvar líkligast sé á að leita“ (samanber einkunarorð Ljóð námu menn sem
sótt eru í Ferðabók Tómasar Sæmundssonar) heldur óvissa og tilviljun:
„[...] skræk rödd dauðans / kallar stöðugt/ný og ný nöfn/af handahófi
/ upp úr manntalinu / hlær skrækum rómi“ („Hafvillur III“, s. 30). Ljóð-
línuskipið er því ekki „hið bjarta gleðiskip" eða svartur „dreki sorgarinn-
ar“ sem liggur við traustar festar á kyrrum morgunsæ í ljóði Sigfúsar
Daðasonar25 heldur miklu fremur „drukkið skip“ franska skáldsins Rim-
bauds eða „Skip hinna vitfirrtu" á málverki Boschs: óraunveruleg tákn-
mynd sem vegur salt á milli draums og veruleika. Það siglir um óupplýst
rými, merkingarlausa víðáttu sem er í senn framandi og fráhrindandi.
Ferðin er án fyrirheits - „Kvikasilfraðir fuglar“ sveima „yfir þungum
spegli sjávar“ - um leið og hún er ferð inn í kviku skáldskaparins sem
23 Kristján Þórður Hrafnsson líkir bókum Sigurðar einnig við handbækur „sem
sýna með dæmum hvernig hægt er að upplifa, að því er virðist hversdagsleg-
ustu og fábreytilegustu hluti, á skáldlegan hátt“ (sjá fyrrnefnda grein hans í
Alþýðublaðinu, s. 18). Hugmynd Kristjáns er ekki aðeins athyglisverð í
samhengi við sjálfssköpunina heldur einnig í ljósi óteljandi skírskotana í
ljóðum Sigurðar til ferðar, lands og áttavillu af ýmsu tagi, en að þætti þeirra
verður vikið síðar í greininni.
24 Sjá Guðbjörn Sigurmundsson, s. 133.
25 Sjá fjórtánda ljóðið í bók Sigfúsar, Hendur og orð, undir kaflaheitinu „Borgir
og strendur". Ljóð. Iðunn, 1980, s. 82.