Skírnir - 01.09.1996, Side 247
SKÍRNIR
MÖRG ANDLIT AKASÍUTRÉSINS
493
nemur öll lögmál úr gildi („Hafvillur III“, s. 30). í þessari nýjustu bók
Sigurðar hefur land fyrri bókanna vikið fyrir „mállausu hafi“, eins og
áréttað er í einkunnarorðum hennar sem sótt eru í sköpunarsögu Fyrstu
Mósebókar: „Þá gjörði Guð festinguna og greindi vötnin, sem voru und-
ir festingunni, frá þeim vötnum sem voru yfir henni“. I stað landsins,
sem þakið var táknum í ýmsum fyrri ljóðum Sigurðar, eru komnir
medúsuflekar meginlandanna (sjá „Hafvillur I“, s. 25), „gervallt úthafið /
mállaust undir opnum himni“ („Innsigling I“, s. 36). Óttaslegnir sverð-
fiskar og upplitaðir regnbogasilungar hafa leyst af hólmi hin fornu tákn,
sem gáfu tilveru forfeðra okkar merkingu. A ferð sinni um heiminn og
Söguna finnur maðurinn ekki sjálfsmynd sína nema í „flaksandi" mönn-
um sem eru á stjákli á bryggjunni (sjá „Innsiglingu I“, s. 36). Engu að
síður lýkur siglingunni á nýrri skynsemi eða heilögum losta við styttu
„skáldsins", augnabliki sjálfssköpunar þar sem við brjótum utan af okk-
ur hlekki vanans og Sögunnar; lesturinn verður að skapandi athöfn sem
býr okkur til.
Ljóð Sigurðar nema þannig ekki aðeins völd á hinu sögulega sviði - í
titilljóði Ljóð námu völd er til að mynda ort um hjartanlegan hlátur
Havels (s. 13) - heldur einnig í okkar eigin vitund. Markmiðið - hið sið-
ferðilega telos - er ef til vill súrrealískt líf af einhverju tagi, en gildi þeirr-
ar listastefnu þarf ekki að tíunda fyrir lesendum Sigurðar, sem þýtt hefur
ljóð eftir frönsku súrrealistana Jacques Prévert (Ljóð í mAtu máli, 1987)
og Paul Eluard (Astin Ijóðlistin og önnur Ijóð, 1995). Sennilega er það
ekki tilviljun ein sem ræður því að Sigurður yrkir sér félagsskap með
þýðingum á ljóðum þessara skálda sem í senn auðga og kallast á við hans
eigin skáldskap: Prévert með gagnrýnni sýn á Söguna, Éluard með ástar-
ljóðum sínum, en hann var jú hinn mikli mansöngvari súrrealistanna.
Sögulegt uppgjör „Nýársljóða" og mikilvægi ástarinnar sem frelsandi
afls í skáldskap Sigurðar renna stoðum undir þennan andlega skyldleika
hans og franskra skálda frá fyrri hluta þessarar aldar.26 Líkt og í súrreal-
ískum skáldskap er markmið hans að „leysa manninn úr klóm rökfræði
og algildra hugtaka“; vitandi að þekking sem á upptök sín í skynseminni
getur aldrei jafnast á við þekkingu sem skynjuð er með skynfærunum.27
Hann yrkir ekki um djúplægar merkingar eða loftkennd sannindi heldur
26 Ég get ekki stillt mig um að vitna til þessara ljóðlína í ljóði Éluards „I fyrsta
lagi XXIV“: „Tilviljanir eru á valdi hennar / Og draumar fjarstaddra / Hún
veit að hún er lifandi / Hefur allar ástæður til þess“ (Ástin Ijóðlistin og önnur
Ijóð. Mál og menning, 1995, s. 54). Einnig má benda á að hið snilldarlega ljóð
Sigurðar „Skildi ekkert eftir nema ...“ í Ljóð námu menn (s. 49-51) minnir
óneitanlega á ljóð Préverts, ekki síst hinn magnaða „Harmsöng Vincents Van
Gogh“, sem reyndar er tileinkaður Éluard (Ljóð í mœltu máli. Mál og menn-
ing, 1987, s. 112-14).
27 Sjá grein Matthíasar Viðars Sæmundssonar, sem vitnar hér til súrrealistans
Louis Aragon, „Hálf öld í líki hákarls. Um súrrealisma". Myndir á sandi,