Skírnir - 01.09.1996, Page 250
496
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
Af hverju vorum við ekki um kyrrt
í síðustu höfn?
æpir kyndarinn
þetta sveitta geðhross
(„Hafvillur I“, 1995, s. 24)
Sigurður Pálsson er skáld hreyfingarinnar, ferðarinnar, eins og glögglega
kemur fram í titlum bóka hans. I þeim er vísað til vega, náms og línu;
lestur ljóðanna felur í senn í sér ferðalag um kunnuglegar slóðir hvers-
dagsleikans og landnám í margfaldri merkingu, og skiptir þá ekki máli
hvort skáldið yrkir um bernsku sína í íslenskri sveit, námsár í París eða
miðborg Reykjavíkur. Að baki ljóðanna býr ekki kyrrstæð sýn heldur
sveifla, vegasalt, hringferð, línudans, sigling; táknmyndir sem vísa til
ójafnvægis eða leitar. Ljóðin eru nokkurs konar áningarstaðir á varhuga-
verðu ferðalagi um óstöðuga veröld táknanna: iðulausa og flaumósa
myndbrejtingaveisluna, eins og segir í „Ratsjá vongleðinnar IV“ (1985,
s. 25).32 I Ljóð vega salt ferðast ljóðmælandi um „sprengisand", í sam-
nefndum ljóðaflokki, í eiginlegri og óeiginlegri merkingu: „um ómerkt
landabréf huga þíns / liggur eldvegur nætursvalans / á sprengisandi ljóðs-
ins hleð ég vörður“ (s. 43). Þar eru „guðlausar hraunbreiður“ og „sund-
landi gjár“, herðubreiður sandur (s. 43). Ferðalangurinn er ekki í beinu
eða milliliðalausu sambandi við veruleikann; Sprengisandurinn kallar
ósjálfrátt fram bókmenntalegar skírskotanir: „með svefnpoka undir aug-
um / kalla ég þig vænsta klárinn í gamni“ (s. 45). Hann ber þess merki,
líkt og heimurinn allur, að aðrir hafa farið um hann orðum, eða eins og
það er orðað í fjórða ljóði „Ljóðvegagerðar": „Milli þín og heimsins /
stendur ávallt einhver / Ekkert orðleysi til“ (1982, s. 11). Þótt rýmið
skipti ávallt miklu máli í kveðskap Sigurðar (skírskotanir til leiksviðs eru
allnokkrar) virðist heimur hans samanstanda af flöktandi táknum þar
sem bómullarský svífa um himininn og „hriki fjallsins minnir á smæð/
þína og rúðustrikaðra kaffibrúsa" („sprengisandur P‘, s. 43). Á sama
tíma er heimurinn „tímafirrt skynsvæði“ sem upphefur á vissan hátt
landamæri hugsunarinnar.
Samsvörun lífs og ferðar er ein af merkingarstoðunum í ljóðlist Sig-
urðar. Höfundarverk hans inniheldur ferðasögu vitundar um heim sem
er allt annað en háttbundinn og býr ekki yfir augljósri merkingu. Slík
hugsun er auðvitað ekki ný af nálinni. Skáld allra tíma fjalla að einhverju
leyti um ferð sem er án fyrirheits þótt í fjarlægð glitti í árroðans strönd. í
32 ÁningarstaSir koma til dæmis fyrir í titlum þriggja ljóða undir kaflaheitinu
„Að koma Að fara“ I Ljóð námu menn\ „Áð hjá sítrónutré", „Áð á Place
Blanche“ og „Áð hjá Vatnajökli“ (s. 39-41). Sömuleiðis má benda á
prósaljóðið „Víravirki“ í Ljóð námu völd þar sem segir meðal annars: „Á
áningarstöðum sest ég lúinn niður og bý til víravirki úr orðurn" (s. 63).