Skírnir - 01.09.1996, Page 255
SKÍRNIR
MÖRG ANDLIT AKASÍUTRÉSINS
501
um táknum (völum, prófsteinum, vörðum) tjá þau þrotlausa leit þar sem
„Ysta sjónarrönd / Skríður stöðugt undan“ („Að sigla I“, 1995, s. 17):
Miðin síbreytast á göngunni
Ekki hefurðu fyrr bankað
þrjú létt augnaráðsins högg
á bergsins þil
en veggirnir taka að hreyfast
eða er það einungis hreyfing þín?
(eða kannski ástin
sem flytur fjöll?
(„Ljóðvegagerð II“, s. 8)
Stundum er hins vegar eins og rofi til og skáldið finni áningarstað í orð-
unum sjálfum sem ekki skýrist til fulls í ljósi horfinnar heimsmyndar,
þótt samsvörunartengslin séu fyrir hendi. Form ljóðabókanna, þar sem
skiptast á lengri ljóðaflokkar mælskunnar og styttri ljóð sem geyma ein-
hvers konar uppljóstranir, ber þessari tvíræðu nálgun veruleikans vitni.
Annars vegar er eins og ljóðlistin sé einn allsherjar hringleikur „ljóðs og
leitar/ að orðum og merkingu“ („Á hringvegi ljóðsins“, s. 23), líkt og
upp sé runninn hinsti dagur og allt ósagt, en hins vegar renna himinn og
haf saman í ljóðrænni upphafningu, orðin taka að flögra líkt og í draumi
um óljóst fyrirheit:
Kjölrákin spegilskrift
sem skýin ein
kunna að lesa
Þau tárast stundum
Þetta eru viðkvæm grey
Við rýnum galvösk
út að sjónarrönd
Vitum ekki
(„Spegilskrift", 1995, s. 79)”
37 Guðbjörn Sigurmundsson heldur því fram í fyrrnefndum ritdómi um Ljóð-
línuskip að ljóðaflokkurinn „Kveðjustundir“, sem þetta ljóð tilheyrir, sé „ekki
nægilega sterkur endir á jafnsterkri bók og Ljóðlínuskip óneitanlega er“. Ljóð-
ið „Spegilskrift" segir hann ásamt fleiri ljóðum („Það haustar“, „Gangljós" og
„Sjóðandi vatn“) vera ýmist „hálfkæringsleg eða ekki fullunnin". Um smekk
verður ekki deilt en val mitt á þessu ljóði undirstrikar annað viðhorf. Varð-
andi galdur einfaldleikans í ljóðlist Sigurðar og „nám“ hans hjá Éluard er ég
hins vegar fullkomlega sammála Guðbirni (sjá s. 135).