Skírnir - 01.09.1996, Page 256
502
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
Þótt heimurinn geti á stundum leynst í ungu ljóði (svo vitnað sé til
annars förumanns fyrr á öldinni, Stefáns frá Hvítadal) orka allar vanga-
veltur um hinn endanlega áfangastað tvímælis þegar betur er að gáð.
Þetta á við hvort sem talað er um stefnu í átt til einingar tungumálsins
eða sjálfssköpunar. Þrátt fyrir stöðu „Spegilskriftar" í lok nýjustu bókar
Sigurðar getum við ekki litið á það sem einhvers konar lokaniðurstöðu
alls höfundarverksins; niðurstöðu sem einkennist umfram allt af ljóð-
rænni óvissu (það minnir raunar á annað lítið ljóð, „Við sjónhring", í
Ljóð vega gerð (s. 45) sem kom út þrettán árum á undan Ljóðlínuskipi).
Hafa ber í huga að Ljóðlínuskip er örugglega önnur bókin í Ljóðlínu-
þrenningu sem þýðir að enn eigum við eftir að fikra okkur eftir grannri
ljóðlínunni fram að síðasta ljóði þriðju bókarinnar. Bækur Sigurðar ein-
kennast því af upphleðslu þar sem stöðugt bætist við merkingarlögin og
því varhugavert að frysta frumlæga merkingu eftir að hafa rýnt í hvert
lag fyrir sig. Sem fyrr má taka líkingu af tafsömu ferðalagi en í þetta sinn
um merkingarheima sem stöðugt þenjast út (samanber umræðuna fyrr í
greininni um skipulag og einingu höfundarverksins) og eru án goðsögu-
legrar miðju sem hægt væri að ganga út frá í túlkun. Heimsmyndin er
margföld og miðjur hennar eru í raun jafnmargar og viðkomustaðir ljóð-
anna: New York, Akureyri, Landsbankasalurinn, Rue Vieille-du-
Temple, Krísuvíkurvegurinn. í hvert sinn sem galvaskur lesandinn held-
ur að hann hafi fundið heimahöfn eða endanlega hrokkið upp af sjávar-
vímunni og numið nýtt land, er allt eins líklegt að hann ranki við sér í
merkingaröngþveiti Umferðarmiðstöðvarinnar; eða jafnvel á víðavangi í
allt annarri bók þar sem honum er sagt að vegurinn sé varhugaverður og
jafnvel ekki til en engu að síður sé rétt að fara að tygja sig til nýrrar
brottferðar.
VI
Ótal þjóðsögur og hjátrú þekkja menn um
þessa stund og heitir hún ýmsum nöfnum á
tungumálunum mörgu.
(„Morgunstund", 1990, s. 68)
þessi farangur er of þungur, þessi farangur
er alltof þungur. [...] ég fer að leggja hann
frá mér.
(„Þungur farangur“, 1990, s. 65)
I stað þess að segja að Sigurður hafi fundið frjóan grundvöll í merkingar-
heimi goðsögunnar getum við sagt að höfundarverkið sé tvískipt, hugs-
unin klofin. Á aðra hliðina er „eitthvert óþol“, óvissa, margtjáður efi ald-
arlokanna og áþján þar sem bjartsýnin er óvani eða veiklun; á hina